Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Side 99
ALMANAK 99
um haf 1910 og settist þá þegar að í Winnipeg.
JÚLÍ 1952
2. Anna Thordarson ekkja Kolbeins Thordarson prentsmiðju-
stjóra og vararæðismanns Islands í Seattle Wash., (d. 1950),
að heimili sínu þar í borg. Fædd 24 maí 1872 á Einarsstöðum
í Reykjadal i Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar: Jón Sigurjóns-
son og Sigurlaug Gísladóttir, ættuð úr Skagafirði. Kom vestur
um haf með foreldrum sínum í “stóra hópnum” 1876. Búsett
í Seattle síðan 1924.
4. Thorvaldur Mýrdal, á heimili systur sinnar í Árborg, Man.
Fæddur 7. okt. 1903 að Mountain, N. Dak., sonur þeirra
Magnúsar Jónssonar Mýrdal (látinn) og Þorbjargar Runólfs-
dóttur Mýrdal, enn á lífi.
6. Björn Hinriksson, að heimili sínu í Churchbridge, Sask. Fæd-
dur á Háeyrarvöllum á Eyrarbakka 13. júlí 1896. Foreldrar:
Eyjólfur Hinriksson frá Steinsholti i Mýrasýslu og Ingibjörg
Bjömsdóttir frá Bakkaholtsparti í Ölfusi. Kom til Canada með
foreldrum sínum 1903 og hafði síðan átt heima í íslenzku
byggðinni við Churchbridge. Forystumaður í öllum sveitarm.
7. Guðrún Johnson, fyrrum í Winnipeg, á elliheimilinu “Betel”
að Gimli, Man., 74 ára að aldri. (Um ætt hennar, sjá dánar-
fregn Ingiríðar (Mrs. B. B. Johnson) systur hennar í Alm.
Ó. S. Th., 1952).
11. Viglundur Vigfússon, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man.,
88 ára að aldri. Frá Úthlið í Biskupstungum, kom vestur um
haf fyrir 46 árum.
13. Sigríður Rafnkelsson, ekkja Benedikts Rafnkelssonar, að heim-
ili sínu í Winnipeg, Man., 77 ára gömul; kom til Canada fyrir
52 árum. (Sjá dánarfregn Benedikts hér að framan).
14. Guðjón Björnsson, landnámsmaður í Árborg-byggðinni í Mani-
toba, að heimili sínu þar í byggð, 76 ára að aldri. Kom vestur
um haf til Canada fyrir 42 árum og bjó í Árborg-byggð þang-
að til 1950.
19. Alexander (Alex) Johnson, að heimili sínu í Winnipeg, Man.
Fæddur þar í borg 19. júní 1887, yngstur 15 barna þeirra Jóns
Jónssonar frá Hjarðarfelli í Snæfellsnessýslu og Vilborgar
Guðmundsdóttur, er fluttust til Winnipeg 1883. Kunnur söng-
maður og árum saman formaður íslenzka karlakórsins í Wpg.
19. Jóhannes Kristófer Pétursson, fyrrum bóndi að Wynyard,
Sask., á heimili sínu í Winnipeg, Man., 77 ára að aldri. Fæd-
dur á Geirastöðum í Austur-Skaftafellssýslu, en ólst upp að
Þverhamri í Breiðdal; kom til Canada fyrir 49 árum.
21. Paul Sigurdson, að heimili sínu í Minneota, Minn., um sjötugt.
Kom til Minneota ársgamall með foreldrum sínum, Einari
Sigurðssyni og konu hans, og hafði lengst af verið búsettur þar.
21. Magnús Gilbertson trésmiður, að beimili sínu í Winnipeg,