Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 18
Freydís
Fannbergsdóttir
,,Áþér hefur
gerst kraftaverk
Ég var nítján ára göniul og
mjög heilsuhraust stúlka. Ég
gekk í hvaða starf sem verða
vildi, jafnvel erfiðustu karl-
mannsverk svo sem að hausa
fisk á búkka. En einmitt á sama
ári varð mikil breyting á högum
mínum, því ég missti algjörlega
heilsuna.
Það bar þannig til að máttleysi
fór að gera vart við sig í vinstra
fæti, ásamt krampaköstum sem
urðu æ tíðari. Auðvitað lét ég
lækna athuga ástand mitt og létu
þeir mig fara til rannsókna í
Reykjavík. Þar var skorið úr að
ég þyrfti í skurðaðgerð vegna
skjaldkirtilsins, yfir 80% hans
voru tekin í burt.
Heilsan fór vcrsnandi. Þá var
ég send á Landspítalann í æða-
þræðingu. Við þá aðgerð fundu
þeir út hvað hafði valdið kramp-
anum og máttleysinu sem var
komið í vinstri fótinn. Æða-
þræðingin leiddi í Ijós að æða-
knippi við heilann hafði mynd-
að nokkurs konar flækju svo að
blóðstreymi varð óeðlilegt og
talin mikil hætta á heilablóðfalli.
Læknarnir sögðu að sennilega
væru æðarnar í þessari ,,flækju“
svo lélegar að þær gætu sprungið
hvenær sem væri. Mér var bann-
að að reyna nokkuð á mig lík-
amlega eða andlega. Ennfremur
var f'arið að ræða um væntanlega
skurðaðgerð til að forða mér frá
heilablæðingu en aðgerðin yrði
til þess að ég lamaðist vinstra
megin. Ég vildi gangast undir
þessa aðgerð þrátt fyrir það sem
hún líklega leiddi til. Því eins og
ástatt var mátti ég ekki eignast
barn, það var of hættulegt vegna
æðaflækjunnar.
Læknarnir lcituðu til þriggja
Ianda um aðgerð en í öllum til-
fellum var áhættan talin ol' mikil
- þeir óttuðust að ég yrði far-
lama. Þeir höfðu einnig sam-
band við lækna í Bandaríkjun-
um, sem voru tilbúnir að l'ram-
kvæma aðgerðina. Nú var allt
skipulagt og undirbúið að kom-
ast út. Skömmu áður en ég átti
að leggja af stað kom tilkynning
frá læknununi, sem ætluðu að
skera, að aðgerðin myndi
örugglega gera mig farlama, svo
þetta ástand mitt væri betra en
það sem ég fcngi eftir skurðað-
gerð.
Svo gerðist það að ég gifti mig
og eignuðumst við dreng fjórum
árum eftir hcilsubrest niinn,
þegar ég var 23 ára. Hann var
heilbrigður og í alla staði hraust-
ur og er það kraf'taverk út af fyrir
sig, vegna allra meðalanna sem
ég þurf'ti að taka. Þau voru mörg
hver hættuleg og ekki mátti ég
sleppa þeim meðan á nieðgöng-
unni stóð.
Nú kom sá tími sem olli mest-
um straumhvörl'um í líf'i rnínu.
Það var 1980 að ég f'relsaðist fyr-
ir blóð Jesú Krists. Ég f'ann að ég
hafði frið við Guð. Ég vissi að
mér voru allar syndir og yfir-
sjónir f’ullkomlega fyrirgefnar.
Þvílík stund! Ég þráði að lifa
eins og sannkristin manneskja.
En þegar ég ætlaði að afleggja
tóbaksreykingarnar þá náði ég
engurn sigri. Mér leið virkilega
illa vegna reykinganna því ég
fann hvað þetta passaði ekki
frelsaðri manneskju. Orðið í 1.
Kor. 6:12: ,,Allt er mér leyfilegt
en ekki er allt gagnlegt. Allt er
mér leyftlegl en ekki má ég láta
neitt ná valdi yfir mér", talaði til
mín. Ég hlýddi því ekki sem ég
vissi að ég átti að gera. Mér var
svo augljóst hversu rangt ég
gerði. Þessi glíma milli óhlýðni
minnar og Guðs stóð yf'ir í fimm
ár. Sumarið 1985 fór Betelkór-
inn á sumarmót í Siglufirði og ég
ákvað að fara og vera mcð syst-
kinum mínum við að boða
Fagnaðarerindi Jesú Krists. Það
hafði valdið svo mikilli byltingu
í mínu lífii að mig langaði til að
scgja öðrum f'rá þeim sem sann-
arlega frclsar. En samt hafði ég
tekið það í mig að f'ara ekki með
nema ég væri orðin laus við
tóbakið. Ég bað Guð um hjálp
og sagði við hann að ég gæti ekki
meira, hann yrði að korna mér
til hjálpar og losa ntig undan
reykingunum. Amen! Því er