Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 55
Það sem við tölum um hér,
gætum við allt eins nei'nt: BÆN
UM VAKNINGU því að svo
sannarlega er vakning verk And-
ans og luin verður til fyrir bæn.
Vakning verður þegar einstakl-
ingurinn kemst til afturhvarfs og
trúar á Jesú. En höfum við það
nógu hugfast að það gerist ekki
oftar en raun ber vitni, af því að
við biðjum ekki nóg um vakn-
ingu..,Þérfáiö ekki, afþviað þér
biðjið ekki. Þér biðjiö ox öðiist
ekki, að því að þér biðjið illa.“
Jakobsbréf 4:2-3.
Mig langar að leggja áherslu á
- eins og segir í formála bókar-
innar - að það er nauðsynlegt að
við eigum bænaranda. Þetta er
ekki spurning um fleiri bæna-
samkomur. Fátt er meira niður-
drepandi en bænasamkomur án
bænaranda. Við þurfum að læra
að biðja og í rauninni er það ein-
ungis Heilagur andi sem getur
kennt okkur það. En við þurfum
að gera okkur grein fyrir að við
þörfnust þess lærdóms. Gerum
við það, verður bæn okkar að
skóla bænarinnar. Nú langar
mig að snúa aftur til Rómverja-
bréfsins 8:26-27 og tala aðeins
aftur um merkingu þess að Heil-
agur andi biður fyrir oss með
andvörpum, sem eigi verður
orðum að komið.
Eitt sinn, er ég var staddur á
bænastund, og Andi Guðs var að
leiða mig inn í þennan sann-
leika, kom svo sterkt til mín að
þegar við biðjum, þá „hjálpar
Andinn oss i veikleika vorum."
Mcð öðrum orðum: Á meðan
við finnum veikleika okkar í
bæninni, þá kemur Andinn okk-
ur til hjálpar. Hér gildir það
sama og um öll önnur sannindi,
að til að skilja þau þurfum við
fyrst að reyna þau. Andinn kem-
ur okkur til hjálpar með því að
biðja fyrir okkur með andvörp-
um, sem eigi verður orðum að
komið. Páll talar urn, í þessu
samhengi, að öll sköpunin
stynji, eigi í fæðingarhríðum.
Hann heldur svo áfram og segir
að vér sem höfum frumgróða
Andans, einnig vér stynjum með
sjálfum oss á meðan vér bíðum
þess, að Guð gefi oss barnarétt
og endurleysi líkami vora. Hér
er talað um fæðingarhríðir. Það
er enginn fæðing án þjáninga.
Það sama gildir unr ríki Guðs.
Það fæðist í gegnum þjáningar.
Fyrst og fremst sjáum við þetta
hjá Jesú. í Jesaja 53 lesum við:
„Vegna þeirra hörmunga, er sál
hansþoldi, mun Itann sjá Ijós og
seðjast." Orðið hörmungar má
einnig þýða með þjáningar, eins
og er í sumum enskum þýðing-
um. Við sjáum þetta greinilegast
í þeirri baráttu sem háð var í
Getsemane. Hvílík bænabarátta!
Hún var slík, að sviti Jesú varð
að blóðdropum. Þrátt fyrir að
barátta Jesú eigi sér hvergi hlið-
stæðu er hún nokkuð sem hann
vill miðla með söfnuði sínum. I
hvert sinn sem Guðs ríki brýst
fram í mönnum og í heiminum,
fylgja því fæðingarhríðir í söfn-
uði Guðs. Páll segir meðal ann-
ars:... börnin min, sem ég að
nýju el með harmkvœlum, þang-
að til Kristur er myndaður í
yður." Galatabréf 4:19. Hvílík
barátta sem hann lékk að reyna í
bæn fyrir söfnuðunum í Galatíu!
Þetta er jafnmikil gjöf Andans
og það að spá eða mæla af visku.
Þctta er ekkert sem við getum
gert af sjálfum okkur. Sængur-
kona getur heldur ekki sjálf los-
að sig við fæðingarhríðirnar.
Hún verður að bíða þeirra og
gangast undir þær. Þannig er það
með Guðs ríki. Drottinn leitar
l'úsra verkamanna sem vilja vera
eitt með Andanum, svo að þeir
geti leiðst inn í þessa baráttu,
þegar Andinn vill. Undanfari
allra vakninga er að söfnuður
Guðs hefur gengið inn í þessa
bænabaráttu í Andanum og
árangurinn hefur orðið kröftugt
starf Andans.
I Kólossubréfi 4:12-13 verður
á vegi okkar fyrirbiðjandinn
Epafras. Páll segir: „Hann berst
jafnan fyirir yður. í bœnum sínum
— og liann leggur mikið á sig
fyrir yður." Ég trúi því að
sérhver sannur fyrirbiðjandi hafi
upplifað þetta. En hér er það
Guð sem vill gera bænir okkar
markvissari og hnitmiðaðri. 1
Guðs orði stendur að við eigum
að biðja fyrir öllum mönnum,
því að það er vilji Guðs að allir
verði hólpnirog komist til þekk-
ingar á sannleikanum. I.Tímó-
teusarbréf2:l-4.
Við getum beðið um vakningu
yfir fjölskyIdur okkar, borgir og
lönd, ef við erum reiðubúin að
kosta því til sem þarf. ímyndaðu
þér þegar þú biður, að þá sértu
að grafa skurð. Þú grefur skurð-
inn frá hásæti Guðs og til þeirrar
manneskju eða þess málefnis,
sem þú biður fyrir. Hættu ekki,
fyrr en skurðurinn er fullgrafinn,
svo að þeir sem þú biður fyrir,
hljóti blessun. Hvenær vitum við
að þessum áfanga er náð? Þegar
trúarvissan fyllir hjörtu okkar og
við getum byrjað að þakka fyrir
bænasvar. Þá höldum við áfram
að þakka á sama hátt og við báð-
um áður og við erum sannfærð
um að svarið er á leiðinni — og
það er það líka! „Trúið aö þér
hafið öðlast það, og yður mun
það veitast." Markús 11:24. í