Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 61
Fyrsta mót í Frakklandi
Hvítasunnumenn komu nýverið
saman til síns fyrsta landsmóts í
Frakklandi. Mótið var haldið í
Reims og sóttu það um 3000
báttakendur. Yfirskril't mótsins var:
Lif í Guði. Samkomur mótsins
voru vel sóttar og margir frelsuðust
á þeim. Bænastundirnar voru svo
vel sóttar að þær voru haldnar i
stærsta samkomutjaldinu.
KS2486
Kristilegt sjónvarpsefni
TV-Inter hefur nú gert samning
við Sænska sjónvarpið um að gera
sex sjónvarpsþætti. Mun sænska
sjónvarpið senda þessa þætti út á
laugardagskvöldum og sunnudags-
morgnum. Upphafmálsinserað
kvartað var um skort á kristilegu
efni í sænska sjónvarpinu.
Viðbrögðin voru þau að
fyrrgreindur samningur var gerður.
Ætlunin er að senda þættina út í
haust og næsta vetur.
HV2586
RUNiUNG
for(1)the
WORLD
Hlaupið kringum hnöttinn
Sænski trúboðinn og hlaupa-
Sikkurinn Urban Widholm er nú á
nlaupum kringum hnöttinn í
trúboðserindum. Hlaup hans er í
þeim lilgangi að vekja athygli á
kristniboði og að afla þróunarhjálp
stuðnings. Heimshlaup Urbans er í
áföngum. I vor hljóp hann frá
Gdansk í Póllandi til Þessaloníku í
Grikklandi, eða 2 000 km
vegalengd. Leiðin lá um sex
Austur-Evrópulönd. I febrúar var
hann að kanna aðstæður í Afríku og
undirbúa hlaup yfir álfuna í haust.
KS2586
Hvítasunnuhreyfingin í
örum vexti
Hvítasunnukirkjur og
endurnýjunarhreyfing náðargjafa-
vakningarinnareru í fararbroddi
mótmælenda í dag. Ef þessar
hreyfingar eru taldar saman eru
innan þeirra 113 milljónir manna.
Þetta er nijög athyglisvert í Ijósi
þess að fyrir 85 árum var ekki til
einn einasti hvítasunnusöfnuður í
heiminum.
Þessum liópi er gjarnan skipt í
þrcnnt. Hefðbundnir hvítasunnu-
söfnuðir eiga rót sína að rekja til
vakningarinnar í Bandaríkjunum
skömmu eftiraldamót. Náðargjafa-
vakningin miðar oft upphaf sitt við
vakninguna hjá Dennis Bennett um
1960 og náðargjafavakningin innan
kaþólsku kirkjunnar byrjaði í
Piltsburg 1966.
Hefðbundnar hvítasunnukirkjur
mynda stærsta hópinn og innan
þeirra eru rúmlega 60 milljónir
manna.
KS2186
Tjaldaö í Evrópu
Trúboðinn Reinhard Bonnke,
Sem einkum hefur unnið að
fjaldtrúboði í Afríku, hefur nú hug
8 að reisa tjald sitt í Evrópu.
Tjaldið rúmar 34 000
samkomugesti. Hann tekurekki
Ur>dir þær raddir að Evrópa sé
„ ^arður akur. Nýverið var Bonnke í
Hamborg og sóttu samkomur hans
4 000 manns. Hann segir að fyrir
nokkrum árum hefði hann verið
ánægður nreð að sjá 800 manns á
samkomu í borginni. Einkunnarorð
Bonnkeseru: ,,Einni milljón færra í
helvíti þýðir einni milljón fleira í
himnaríki."
KS2586
Vakning á Jamaica
Frá 1983 er búið að stol’na 21
nýja hvítasunnukirkju á Jamaica.
Mikil vakning hcfur verið víða og
kirkjur vaxið svo ört að fyrir liggur
að skipta þarf sumum kirkjanna í
smærri einingar.
KS 2786
Erlendarfréttir Erlendarfréttir Erlendarfréttar Erlendarfréttir