Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 23
Jóhann Pálsson var forstööumaóur
Fíladelfíusafnaöarins á Akureyri í Ijölda
ára. Hann er nú starfsmaður
Samlijálpar hvítasunnumanna
Afmæliskveðja til Akureyrar
Fíladelfíusörnuðurinn á
Akureyri er nú fimmtíu ára.
Margs er að minnast. Þangað
kom ég íyrst vorið 1939. Milli-
lenti þar á lcið til Austijarða,
nánar liltekið á leið til Neskaup-
staðar í þeinr tilgangi að útþreiða
þar, og víðar, kristileg blöð og
bækur. Svo um haustið sama ár
lluttist ég til Akureyrar, þá
nítján ára gamall og rétt um
tveggja ára í trúnni. Úr varð að
ég bjó þar rétt um Ijörutíu ára
skeið.
Þar kynntist ég góðu og clsku-
legu fólki. Þar á meðal tveimur
erlendum Ijölskyldum, þeim
Nils Ramselíusi og Gyðu konu
hans, einnig þeim Signrund Jac-
obsen og Mildu konu hans. Er
Milda Jacobsen sú eina senr lifir
af þessu fólki. Það konr sér vel
fyrir mig að kynnast og vera með
þessu ágæta fólki mín fyrstu
trúar ár og njóta stuðnings og
uppbyggingar í trúarlífi mínu.
Eftir að þessar fjölskyldur
báðar yfirgáfu ísland og fóru til
síns heimalands, kom það í
minn hlut að veita söfnuðinunr
þjónustu mína ásanrt fleirum.
í dag, þegar sofnuðurinn er
fimmtíu ára, er auðvitað margs
að minnast og margt Guði fyrir
að þakka. Nú er ungur og röskur
forstöðumaður við stjórnvölinn
og fyrir starfinu ásaml öðrum
samstarfsmönnum. Söfnuðurinn
er fluttur í ný húsakynni sem að
vísii eiga langt í land með full-
srníði, en getur söfnuðurinn þó
haldið fimmtíu ára hátíðina í
byrjunarsal hins nýja framtíðar-
húss.
Við Hulda kona mín, óskum
söfnuðinum innilega til ham-
ingju á þessum mcrku tímamót-
um og biðjum góðan Guð að
blessa næstu skrefin og gefa góða
uppskeru í hjálparstarfinu. Að
margar sálir finni leiðina út úr
nryrkri og erfiðleikum lífsins,
með því að koma auga á Jesúm
Krist sem nriðdepil lífsins.
Með bestu kveðjunr,
Jóhann Pálsson.
Að gefnu tilefni
Viö söfnun efnis í þetta hefti
nutum við mjög góörar aðstoö-
ar. Gísli J. Oskarsson i Vest-
mannaeyjum og Arnar Yngva-
son á Akureyri voru meðritstjór-
ar og önnuöust efnisöflun. hvor
á sínum heimastaö.
Vegna umfangs efnisins urð-
um viö aö láta ýmsar alhyglis-
verÖar greinar hiða. í nœsta
hlaöi fjöllum viö nokkuð um
kristniboö frá ýmsum sjónar-
hornum. Þá munu hirtast
myndir frá söfnuöunum. sem
eiga afmœli, og margtfleira.
Vonumst viö til aö blaöiö hafi
verið þér til blessunar og
ánœgju. Sértu ekki reglulegur
lesandi Aflureldingar hveljum
viö þig til aö gerast áskrifandi.
Meö kœrri kveöju.
útgefandi.