Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 32

Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 32
Stella Sverrisdóttir Alltíeinu rann upp fyrirmér Ijós Ég fluttist búferlum hingað til Akureyrar vorið 1985. Mig lang- aði hreint ekkert til þcss. Við höfðum alltaf verið fyrir sunnan og þar átti ég allt niitt skyldfólk og kunningja. Hcr þekkti ég næstum engan og sárkveið fram- tíðinni. Við bjuggum rétt fyrir utan bæinn og í sama húsi var fólk sem ég þekkti af afspurn. Ég vissi að þau voru ágætisfólk, en þó var einn galli á þeim. bau voru í Hvítasunnusöfnuðinum, hvað sem það nú var. Svona hugsaði maður nú í þá daga. Ég vissi ekki að Drottinn hafði leitt mig þang- að. Svo fór ég að kynnast þessu fólki og líkaði reyndar mikið betur við það en ég hafði búist við. Ég var dálítið forvitin um þessa trú þeirra, hafði heldur aldrei efast um að einhver Guð væri til. Hins vegar fannst mér hann ekkert sérstaklega góður og Jesús Kristur var mér aðeins persóna í bók. Samt hafði ég nú alltaf hálf-öfundað þá sem áttu þessa trú og gátu treyst á eitt- hvað gott og almáttugt. Ég fór á eina samkomu hjá þcim cn leist illa á mig þar. Þetta var sem sagt ágætt fyrir aðra, en ekkert fyrir mig. Svona leið sumarið fram að Vcrslunarmannahelgi. Þá buðu þau okkur með sér á sumarmót- ið í Kirkjulækjarkoti. Við slóg- um til og ætluðum bara að hafa þetta eins og hverja aðra útilegu. Alla vega ætlaði ég ekki að vera meira á samkomunum en ég nauðsynlega þyrfti. En stóra tjaldið hafði svipuð áhrif á mig og segull á járn og ég varð undrandi og hrifin þegar ég sá allt þetta fólk. Það söng og bað og virtist svo innilega glatt og ánægt. Þegar samkoman byrj- aði á laugardagskvöldið var mér farið að líka vel og einhver und- arlegur fiðringur kominn í mig. Ég var farin að hugsa alvarlega um þctta, hvort þessi gleði væri eitthvað sem ég gæti eignast líka. Þegar kom að því að fólki var boðið að koma fram og taka á móti Jesú, þá þótti mér allt í einu ekki gaman lengur. Maður- inn minn fór fram og frelsaðist en ég horfði á og fannst þelta allt vera eins og hálfgerð lciksýning eða skrípalæti. Vonbrigðin hellt- ust yfir mig og mér lcið eins og ég hefði verið svikin um eitthvað stórkostlegt. Daginn eftir leið mér illa. Ég var hræðilega ósátt við þetta allt saman og langaði mest til að komast burt sem fyrst. Mér l'annst eins og Guð kærði sig víst ekkcrt um að frelsa mig og efað- ist jafnvel um að eitthvað slíkt „frelsi" væri til. Loksins kom ég mér að þvi að tala um það við vinkonu mína hvernig mér var innanbrjósts. Ég var hrædd um að hún yrði reið, en það varð hún ekki og mér leið strax ögn skár. Svo fór ég á samkomuna um kvöldið og fylgdist vcl með öllu sem fram fór. Mig langaði svo að öðlast fullvissu um að þetta væri eitthvað ckta, eitt- hvað satt og hreint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.