Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 22
Jerúsalcm á þessum tíma, trúba-
dúrum og skemmtilegu liði.
Auðvitað leituðu þau þar, því
Jesús var þara krakki, að komast
á unglingsaldur, en ekki var
hann þar á meðal.
Eftir þriggja daga leit fundu
þau hann loksins. Hvar var Jes-
ús? Þau hafa verið búin að leita
að honum um allt, áður en þau
fóru þangað sem hann hélt sig.
Jesús hafði verið í musterinu all-
an tímann. Þau urðu að sjálf-
sögðu hissa að hitta hann þarna,
en hvað sagði Jesús við þau?
Hvers vegna voruð þið að leita
að mér!
Jesús þurl’ti ekki að leita að af-
þreyingarefni. Hann vissi hvar
1 ífsfylIinguna var að fá. Jesús
gefur unglingi nútímans svar við
spurningum hans. Svar hans í
dag er líkt og fyrir rúmum nítján
öldum: „Mér ber að vera í því
sem míns föðurer."
Ef þú, sem lest þessar línur,
ert spyrjandi unglingur eða full-
orðinn, spyrjandi um fyllingu í
líf þitt, spyrjandi um frið í hjart-
að, þá skaltu byrja á að biðja
Jesú Krist unt að koma inn í líf
þitt. Þar sem þú ert, eða í kvöld
þegar þú ert orðin ein eða einn!
Segðu: „Jesús, komdu inn í líf
mitt, komdu inn í hjarta mitt og
vertu Drottinn minn. Ég vil
fylgja þér.“
Þar með hefur þú rétt hönd
þína til Jesú. Það er pottþétt að
hann tckur í hönd þína og kcnt-
ur inn í líf þitt. Hann mun gefa
þér þann frið og lífsfylIingu seni
þú leitar eftir.
í unglingastarfinu seni ég hef
tekið þátt í, hef ég tekið eftir að
boðskapur Jesú, hvort sem er í
söng eða tali nær alltaf til ungl-
inganna. Þetta er það sem þau
sækjast eftir og finna f'rið í. Ungl-
ingahópurinn hér í Vestmanna-
eyjum er ekki stór, en hann er
hluti af enn stærri hóp, sem nær
úl um ísland og frá íslandi til
annarra landa.
Vinur minn, þú scm Iest þetta.
viljir þú vera með okkur sem
kristin manneskja, hvort sem þú
ert unglingur eða fullorðinn, þá
bjóðum við þig velkominn í
hópinn. Við leituðum að lífsfyll-
ingu og f'undum. Við leituðum
að friði í hjartað og fundum. Við
leituðum að takmarki til að
stefna að og fundum. Lífsfylling-
in, friðurinn og takmarkið er
Jesús Kristur. Jesús var ungling-
ur, hann skildi ntig og ég veit að
hann skilur þig líka.
Vertu velkominn í liópinn!
Sigunnundur Gísli
Einarsson.
19 GuðjónÓ hf.
Þverholti 13 125 Reykjavik Pósthólf 5509 Simi 27233
Prentum aðeins fyrir hina vandlátu