Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 41
4H
Við komum hingað frá Betel-
söfnuðinum í Vestmannaeyj-
um.Okkur leið svo vel í Eyjum,
þar var yndislegt að vera.
Heilagt andrúmsloft. Fólkið
skírðist unnvörpum í Heilögum
anda. Það hélt áfram vakningar-
andinn hér. Fólk frelsaðist og
kom með. Ásmundur gengdi
forstöðumannsstarfinu, hann
var annað slagið veikur, en stóð
samt í starfinu. Þetta var yndis-
legur tími. Eftir að Signe og Eric
konru aftur fórum við norður í
land að starfa.
Við komum frá norðurland-
inu aftur hingað suður 1948,
þegar Signe og Eric lóru til
Ameríku. Þá kont aftur alda
vakningar yfir söfnuðinn. Marg-
ir skírðust niðurdýfingarskírn.
Allan veturinn kom Ijöldi
manns í söfnuðinn.
Ericson hætti sem forstöðu-
rnaður um vorið 1949 og Ás-
mundur tók við. Kyvik starfaði
með Ásmundi hér í Reykjavík
þennan vakningartíma. Það var
alveg flóð af vakningu! Það var
friður yfir söfnuðinum þessi ár,
ég man ekki eftir neinu nema
blessun. Alveg himneskur náð-
arandi yfir söfnuðinn, kenning-
unni og öllu.
Hvernig var safnaðarlífið?
— Það var mikið bænalíf.
Beðið um hverja einustu helgi
samfellt frá miðjurn laugardegi
til miðnættis á sunnudagskvöldi.
Fólkið tók bænavaktir. Tveir
og tveir voru sífellt á bæn. Við
Ásmundur báðum milli klukkan
tvö og þrjú á nóttunni. Allir
voru með og komu hlaupandi til
þessað hlustaáGuðs orð.
Bænaherferðirnar voru fastur
liður í starfinu. Áhuginn var svo
brennandi. Menn tóku þetta al-
varlega. Eitt sinn var ungur
maður utan af landi úti í salnum
að biðja. Þá kom símakvaðning
heimanað, hann vildi ekki víkja
frá bænastaðnum, nerna ég tæki
upp bænina fyrir hann. Það er
ekki að furða að svona Guðs ótti
skili árangri.
Oft á tíðum var engu líkara en
englahersveitir væru í kringum
okkur. Ég get sagt þér frá stundu
í maí 1951. Við vorum hópur að
biðja í salnum og svo blessuð að
við réðum varla við okkur. Rétt
eins og börn að leik! Ég réð ekki
við mig. Það var svo himneskur
andi, bara eins og það væru
englahersveitir kringum okkur!
Svo ætluðum við að skilja. Þá
fellur andinn á ný svo við getum
ekki skilið unt stund. Nú fara
nokkur og ætla út í bæ, en hin
fóru inn í kaffi. Þegar við kom-
um inn þá féll andinn enn og
þau sem stóðu úti fyrir konru
aftur inn, þegar þau heyrðu hvað
var um að vera. Svona var þetta!
Sumarið 1959 skírðust yfir
sextíu í Heilögum anda. Hún
hélt áfram meira og meira þessi
vakning.
En sumarmótin?
— Sumarmótin voru yndis-
leg, þá var nú aldeilis dans á rós-
um. Menn réðu sig ekki í vinnu
nema að fá sig lausa unr sumar-
mót. Svo voru Biblíuskólarnir á
haustin, alltaf þrjár vikur.
Biblíulestrar tvisvar á dag og
vakningarsamkomur á kvöldin.
Konurnar bökuðu og lögðu á
borð, svo fékk fólkið frítt kaffi.
Það var svo drífandi áhugi.
Mættu aldrei erfiðleikar?
— Jú, þessi blómatími stóð
alveg þangað til farið var að
byggja hér í Hátúni 2. Það vildu
allir rétta út hjálpandi hönd,
vera með. Fúsirtil starfa.
En nú loru ofsóknartímar í
hönd, óeinig og erfiðleikar. Það
voru erfið ár og kostuðu mörg
tár. Þetta dró úrandlegum fram-
gangi um tíma, áfram frelsuðust
sálir, en ekki í sama nræli og
áður. Þessa heilögu ljúfu vakn-
ingu vantaði.
En margir stóðu stöðugir og
trúir, ég man alltaf hvað hann
Ásgrímur Stefánsson vann mik-
ið þrekvirki í byggingunni.
Hann leiddi byggingarvinnuna
lengst. Það var merkilegt hvað
oft ávannst mikið þegar harðasti
árstíminn var.
Við fengum mikla hjálp frá
vinum okkar í Svíþjóð og Nor-
egi. Smyrnasöfnuðurinn í
Gautaborg stóð vel með okkur
og Einar Halldin, sem var
„kamrer“ eins konar skrifstofu-
stjóri, hann var alveg sérstakur.
Harald Gustafsson og Helge
Lundberg. þessir þrír voru alltaf
góðir vinir, og reyndust Ás-
mundi alveg unaðslegir bræður
og félagar.
Svo komst byggingin upp og
öldurnar hjöðnuðu, hlið heljar
reyndust ekki söfnuðinum yfir-
sterkari.
Voru náðargjafirnar mjög
áberandi í starfi safnaðarins á
þessum árum?
— Ásmundur var ákaflega
varkár í meðhöndlun náðargjaf-
anna. Hann sagði til dæntis mjög
sjaldan: „Svo segir Drottinn.“
Hann var alltaf glaðvakandi
andlega talað, bað og fastaði
venjulega eina nótt í viku, ef
hann hafði nokkra heilsu.
Hann bar frant boðskapi og
útþýðingar. Ég tók eftir því þeg-
ar ég sat hjá honum á samkom-
um, að stundum þegar kom frant
boðskapur þá kipptist hann til.
Þá ætlaði Guð honum að þýða.
Við fengum að reyna náð
Guðs og nálægð hans. Ég á und-
ursamlegar minningar og þetta
er bjarta hliðin, ég sé enga aðra!
Viðtal: Guðni.