Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 56

Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 56
sai'naðarsögunni eru mörg dæmi þessa. Þegar ég hóf þessa Biblíu- fræðslu haustið 1978, varð mér af tilviljun litið upp í bókahillu, í leit að bók um bæn. Ég kom auga á eina af bókum Cambell Morgans, tók hana fram og fór að lesa í henni. Þar segir hann frá konu sem tilheyrði söfnuði þeim, senr hann þjónaði í London. Konan var rúmföst vegna langvarandi veikinda. Hún gat því aldrei verið með söfnuðinum, en Drottinn gaf henni þjónustu í fyrirbæn. Dag einn barst henni tímaritið “Revival" (Vakning). Þar las hún um hvernig Drottinn starf- aði í Chicago, í gegnum þjónustu D.L. Moodys. Þetta var í kring- um 1870\ Frá þeim degi fór hún að biðja markvisst: „Drottinn sendu Moody til safnaðar okkar og sendu okkur vakningu. Svo var það dag einn, að Moody þurfti að fara til London í sér- stökum erindagjörðum. Engar samkomur höfðu verið ráðgerð- ar í söfnuði konunnar, en Moody hitti fyrir forstöðumann safnaðarins, sem bauð honum að koma og tala á einni samkom- unni. Moody þáði boðið. Við lok ræðu sinnar, spurði hann hversu margir vildu gefa Drottni líf sitt. Þeir sem það vildu áttu að rísa á fætur. Um hundrað manns stóðu upp. Moody hélt að þeir hefðu misskilið sig, og bað þá að setjast aftur. Því næst útskýrði hann betur orð sín og bað svo aftur þá sem vildu gefa Drottni líf sitt, að rísa á fætur. Aftur risu upp um hundrað manns. Moody var þarna í fjór- tán daga og hélt samkomur á hverjum degi. Á þeim tíma bætt- ust fjögur hundruð nýir meðlim- ir í söfnuðinn. Jafnvel Moody sjálfur, sem var vanur að sjá stóra atburði gerast, varð orðlaus yfir þessu og fór að grennslast fyrir unr leyndardóminn að baki þessu undri. Hann fann skýring- una þegar hann hitti sjúku kon- una, sem hafði ekki aðeins rutt Moody braut til safnaðarins með bæn sinni, heldur einnig opnað hjörtu fólksins l'yrir orði Guðs í gegnum bæn. Það var — að mér skilst — síðar, að Canrbell Morgan kom til þessa safnaðar. Hann heim- sótti konuna. Hún sýndi honum bænabók, þar sem voru skráðir þeir sem hún bað fyrir daglega. Þar sá hann nafn Moodys. Nú bað hún Cambell Morgan að skrifa þar nafn sitt og hún lofaði að biðja fyrir honum á hverjum degi, það sem hún ætti eftir ólif- að. Morgan segir: „Þarna upp- lifði ég eitt af helgustu augna- blikum lífs míns. Ég stóð á helgri grund.“ Frá vakningunni í tíð Finneys — höfum við svipaða frásögn um sjúkan mann. Kona hans sagði Finney frá honum, er mað- urinn var allur. „Guð gaf honum anda bænarinnar og hann bað fyrir hverri borginni á fætur ann- arri. Oft“ segir hún „ var hann í þvílíkri neyð í bæninni að ég hélt að hann myndi deyja.“ Er hann hafði beðið í gegn fyrir borg, braust vakning út 1 sam- komum Finneys. Síðasta borgin sem hann bað í gegn, var hans eigin. Hann lifði ekki að sjá bænasvarið. Rétt á eftir kom Finney til borgarinnar og vakn- ingin braust út. Það er alltaf bæn sem ryður braut starfi Andans — og því að opna hjörtu manna fyrir orði Guðs. Á páskadag 1970 gerðist nokkuð í Elím í Kaupmanna- höfn, þar sem ég hafði þá þjónað í rúm tvö ár. Drottinn vargreini- lega að verki og úthellti af Anda sínum yfir fólk og starfaði á meðal þess á guðdómlegan hátt. Þessi úthelling Andans átti eftir að snerta við hundruðum manna næstu árin. Nokkrum dögum síðar barst mér bréf frá eldri safnaðarsystir. Hún var komin á tíræðisaldurinn, - en var samt ein sú trúfastasta. Hún var viðstödd á páskadag, þegar Drottinn úthellti anda sínum yfir samkomuna. Hún áræddi að segja það, sem ef til vill enginn annar sá eins glöggt og hún. Ég á bréf hennar enn, og þar stendur: „Vakningin sem ég hef beðið um í svo mörg ár, er nú hafin. Ég hef séð svo marga gefast upp á miðri leið. En ég vil biðja í gegn til sig- urs.“ Stuttu síðar dó hún, en Andinn hélt áfram að starfa. Enn á ný hefur bæn rutt starfi Andans braut. Trúum við raunverulega á mátt bænarinnar? Trúum við að þeim sem biðji muni veitast? Trúum við að við getum beðið um hvað sem er og okkur muni veitast það? Ef leyndardómur bænarinnar lykist upp fyrir okk- ur hvað gæti þá ekki gerst? Ef við aðeins skildum að vakning er ekki aðeins háð guðlegri forsjá. El' okkur væri betur ljóst sam- hengið á milli starfs Heilags anda og trúarbænar. Bið nú: Drottinn, veit mér bænaranda! Gefðu mér að ég megi reyna hvað það er þegar Andi þinn biður í gegnum mig. Kenn mér að biðja þannig að mannshjörtun verði opin fyrir orði þínu. Amen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.