Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 33
Um nóttina sval’ég lítið og fór
á fætur fyrir allar aldir. Eg labb-
aði upp mcð læknum, lcngst
uppfyrir Skálann. Þar settist cg
niður og fór að fletta í lítilli
söngbók scm cg var mcð í vasan-
um síðan kvöldið áður. Þá rakst
ég á sálminn: „Sjá múgur til
Golgata gcngur.“ (Nr.76 í
Hörpustrengjum.)
Ég fór að lesa sálminn og það
þyrmdi yfir mig. Gat það virki-
lega verið satt að Jesús hefði
þjáðst svona mikið og dáið á
krossinum fyrir mig? Og ég sem
hafði verið að segja það síðast í
gær að þetta væri allt tómur
hégómi og vitleysa. Að fólkið
sem tilbað og trúði á hann væri
tómir hræsnarar eða undir áhrif-
um múgsefjunar. Ég var niður-
brotin og grátandi og bað um
fyrirgefningu á þessu öllu sam-
an. Mér Icið strax miklu betur,
en samt vantaði eitthvað. Ég gat
ekki trúað því að Jesús vildi
frelsa mig. Einhvern veginn
fannst mér að ég hlyti að þurfa
að gera citthvað rneira.
Næstu daga og vikur hugsaði
ég varla um annað en Jesú. Ég
las Biblíuna og allt það kristilega
efni seni ég gal náð í. Rcyndar
hafði ég lesið Biblíuna áður, en
þá bara eins og hverja aðra bók.
Nú las ég hana eins og eitthvað
dýrmætt í leit að meiri fróðlcik
um Hann. En ég var alltaf að
reka mig á hluti sem ég skildi
ekki og leist ekkert á. Og þótt ég
læsi öll fögru fyrirheitin Hans,
þá trúði ég því ekki að þau gætu
átt við mig. Ég las og spurði, las
meira og spurði meira. Alltaf var
vinkona mín óþreytandi að
svara mér. Ég bað Guð oft um að
fyrirgefa mér syndir rnínar og
frelsa mig, en ckkert gerðist.
Stundum ákvað ég að hætta bara
alveg að hugsa um þetta en það
gat ég ekki. Drottinn var að kalla
á mig, en ég vissi ekki hvernig ég
átti að svara Honum. Þegar ég
varað biðja til Hans þá efaðist cg
alltaf um einlægni mína, mér
væri nú engin alvara með þessu.
Á endanum var ég alveg að gel’-
ast upp.
Um miðjan september talaði
ég loks um þctta við vinina rnína
og þá sögðu þau mér að þessar
efahugsanir kæmu frá óvininum
en ekki sjálfri mér. Þegar hann
sækti svona að mér, þá þyrfti ég
bara að biðja Jesú að hrekja
hann burt aftur.
Og undrið gerðist. Ég sat í
rúminu mínu og bað enn einu
sinni til Drottins. Ég sagði Hon-
unt að ég iðraðist synda minna
og vildi gefa Honum líf mitt.
Þegar gamalkunni efinn læddist
að, þá bað ég Jesú að styrkja mig
í trúnni og að gefa mér náð til að
iðrast af öllu hjarta. Allt í einu
rann upp fyrir mér Ijós. Allan
þennan tíma hafði ég verið að
reyna að frelsast af eigin mætti. í
staðinn fyrir að leyfa Jesú að
koma til mín, þá var ég sífellt að
reyna að komast til Hans. Auð-
vitað hafði Drottinn fyrirgefið
mér strax og ég bað Hann þess.
Mig skorti bara trúna til að taka
við því, |iess vegna fékk ég aldrei
neinn frið í sálina. En nú var
friður Guðs hjá mér. Yndisleg
trúarvissa fyllti hugann, Jesús
Kristur var orðinn Drottinn
minn og frelsari. Ég var í hendi
Hans, í öruggu skjóli, frelsuð af
náð.
Þegar þetta gerðist, þá var
maðurinn minn búinn að biðja
um skírn. Það varð þó ckki
strax, og svo fór að ég ákvað að
taka skírn um leið og hann. Mér
var orðið ljóst að þetta var sú
eina rétta skírn og eitthvað sem
mér bar að gera. Mig langaði líka
til að sýna öðrum að ég væri
frelsuð og vildi fylgja Jesú. Fyrir
mér var skírnin hlýðnispor. stað-
festing á endurfæðingu minni og
sáttmáli við Jcsú Krist.
Nú eru rúmir átta mánuðir
síðan ég skírðist. Gangan með
Kristi hefur ekki alltaf verið létt.
Heimurinn hefur reynt að toga
mig til sín aftur og alls kyns
freistingar hafa kornið upp. Ég
hef oft hrasað en reynt að standa
strax upp aftur. En samt hefur
lífið aldrei verið betra eða gleði-
ríkara. Ég hef eignast yndislega
vini og systkini í trúnni. Kirkjan
og söfnuðurinn eru mérdýrmætt
athvarf og mér hefur hvergi liðið
betur en hér. Drottinn hefur
sannarlega verið mér góður. Ég
hef fengið að finna kraft Hans og
dásamlega nærveru og ég veit að
framtíðin er björt, óslitin sigur-
för með Kristi Jesú. (II.Kor.
2:14)
Að lokum mun ég fá að sjá
Hann eins og Hann er. Það er
stund sem ég vil geta þráð af öllu
hjarta. Megi Drottinn gcfa okkur
öllum náð til þess.
Slella Sverrisdóttir.