Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 47

Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 47
hins vegar eins og spiritistar kenna. Þá veitti ég því athygli, að stórlát kona, og al' stórlátum komin, reisti sig úr sæti sínu, með þótta í svip og gekk út. Ein eða tvær konur fylgdu henni. Á næsta bekk fyrir aftan hana sat þekktur borgari og mætur maður, Böðvar Bjarkan, lög- maður, og kona hans. Eg hafði tekið eftir því, að hann veitti Barratt skarpa athygli undir cins í byrjun, og eins málflutningi hans. Seinna I ræðunni kom Barratt meira ákveðið inn á upp- risu réttlátra. Kann að vera að útganga frúnna hafi orðið hon- um hvati nokkur til skeleggari útleggingar á efninu. Einu sinni rétti Barratl frarn hægri Itönd síns og sagði á þessa leið: „Þessar gömlu hendur, sem þið sjáið hér“ — og hann rétti fram hægri hönd sína og strauk yfir handa- bakið mcð þeirri vinstri - „lúta lögmáli hrörnunar og dauða. Einhvern daginn vcrða þær lagð- ar í moldu. En það er ekki það síðasta. Þær bíða og hinkra við í moldinni litla stund, þangað til dagur upprisunnar vekur þær og kallar þær fram nreð nýrri feg- urð, eins og þennan gjörvalla líkama minn, sem þið sjáið, að er nú á hrörnunarinnar leið.“ Þegar Barratt sagði þetta, sem ég næ ekki að segja eins fagur- lega og fagnandi og hann gerði. þá verður mér litið á Böðvar Bjarkan, þennan virðulega og prúða mann. Hann er þá að þurrka táraperlur af augum sín- um og vöngum með vasaklút sínum. Þetta er dæmigert um þau áhrif, sem mér virtist þessi ræða hans hafa á fólkið. Og það var ekki aðeins í þetta skipti. Ræður hans og ræðumáti var frábært hvorttveggja. Frómt frá sagt. Koma Barratts til íslands lét var- anleg áhrif eftir sig. Skyggnst um af skapabrún, 3. bincli. Tii lesenda / ár fagna þrír hvílasunnn- söfnuðir á íslandi merkisqfmœl- um. Betelsöfnuðurinn i Vest- mannaeyjum er 60 ára. fyrsta skírnarathöfnin fór fram 19. febrúar 1926 nœrfimm árum eft- ir að Erik Aasbö hóf trúboð í Vestmannaeyjum. Kirkja tíelel- safnaðarins var vígð á nýársdag 1926. Fíladelfiusöfnuðirnir í Reykjavik og á Akureyri eru 50 ára. voru stofnaðir í mai 1936. Nokkur aðdragandi liafði verið að formlegri stofnun þeirra. T.B. Barratt kom hingað i heimsókn og rak smiðshöggið á safnaða- stofnun í Reykjavik og á Akur- evri. Filadelfíusöfnuðurinn í Reykjavík var stofnaður 18. maí og Fíladelfiusöfnuðurinn á Akureyri hinn 30. maí. Allir þessir söfnuðir hafa minnst tímamótanna á ýmsan hátt. Belelsöfnuðurinn með Itá- tíðarsamkomu í febrúar sl., kór safnaðarins fór til Færeyja og œtlunin er að halda áfram með hátíðarhöld út þetta c'tr. 1 Fíla- delfiu í Reykjavík voru haldnar hátiðarsamkomur yfir hvíta- sunnuna. með þáttöku Alfreds Lorenzen frá Kaupmannahöfn. Auk þess hefur söfnuðurinn not- ið stórheimsókna Viktors Klim- enko og félaga, Harris fiölskyld- unnar og fleiri eru vœntanlegir. A Akureyri var afmcelisins minnst meö glæsibrag og flutti söfnuðurinn samkomur sínar i nýju kirkjuna við Skarðshlíð. Haldnar voru hátíðarsamkomur með þáttöku Garðars Ragnars- sonar forstöðumanns í Dan- mörku. unglingakórs frá Reykjavík og heimamanna. Þetta afmcelisblað er sent áskrifendum að venju. auk þess verður því dreift til velunnara og nágrcmna safnaðanna sem halda upp á afmceli sin á þessu ári. Afturelding óskar söfnuöun- um til hamingju með áfangann og óskar þeim allrar Gttðs bless- tinar á komandi áirum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.