Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 38
flMMDgl
Hvítasunnukirkjan Völvufelli 11
Fyrir tæpum þremur árum
keypti Fíladelfíusöl'nuðurinn í
Reykjavík skóla Ásu Jónsdóttur,
sem stendur við Völvufell í
Reykjavík. Með kaupum þess-
um var uppfylltur margra ára
draumur um starf á vegum
Flvítasunnuhreyfingarinnar í
Breiðholti. Breiðholtið er stór
akur og mikill starfsvettvangur.
Þar búa lleiri íbúar en í stærstu
þéttbýliskjörnum annars staðar
á landinu, og lleiri börn og
unglingaren víðast þekkist.
Með þennan draum að veru-
leika var starf hafið haustið
1983. Strax um það leiti var
undirrituðum skrifað bónarbréf
vestur um haf og okkur hjónum
boðið að taka til starfa í Flvíta-
sunnukirkjunni, Völvufelli, þeg-
ar námi mínu væri lokið. El'tir
nokkurn umhugsunarfrest og
bæn tókum við þessu boði. En
fyrsta veturinn var ábyrgð starfs-
ins á höndum þeirra einstakl-
inga úrsöfnuðinum í Reykjavík,
sem bjuggu í Breiðholtinu.
Sunnudagaskóli hófst strax og
hefur vegur lians vaxið mjög all-
ar götur síðan. Aðstaða til
sunnudagaskólahalds er einstak-
lega góð í Völvufelli. Húsið var
upphaflega byggt sem skóli og
nýtast kennslustofur og salur
mjög vel til þessarar starfsgrein-
ar. Síðastliðinn vetur hafa milli
60 og 80 börn sótt sunnudaga-
skólann vikulega. Kennsla fer
fram í þremur bekkjardeildum
og alls störfuðu átta kennarar og
hljófæraleikarar við skólann í
vetur. Starf þetta verður aldrei
metið til Ijár en við sjáum í
börnunum einn mikilvægasta
akur til sáningar fagnaðarerind-
isins sem þekkist. Ekki aðeins að
þau fái að heyra og syngja um
Jesú Krist, þau fá að kynnast
honum á persónulegan hátt, og
þann kunningsskap flytja þau
heim á heimilin.
Unglingastarf starfsins í
Völvufelli og Fíladelfíusafnaðar-
ins í Reykjavík hefur farið fram í
Völvufelli. Sú nýbreytni var tek-
in upp að bjóða unglingum á
aldrinum I0 til 15 ára upp á
samverur og mót. Þessi hópur
kallast „SKREFIÐ" og við það
starl'a nokkur ungmenni sem sáu
þörf og ákváðu að gera sitt í að
uppfylla þá þörf. Þarna koma
saman 20 til 30 unglingar og hef-
ur þessi starfsemi mælst einkar
vel fyrir. Þau fara reglulega aust-
ur í Kirkjulækjarkot og halda
helgarniót í Skálanum. Nú ný-
verið lauk vikulöngu unglinga-
móti í Skálanum á vegum
„SKREFSINS" og ríkti þar gleði
og ánægja. Starf þetta er á meðal
unglinga á mótunarskeiði og
þörfin því brýn. Við trúum því
að kristileg mótun sé sú besta
sem boðið er upp á, og þar vilj-
um við leggja hönd okkará plóg-
inn.
Æskulýðsstarf í Völvufelli
hefur farið fram með reglu-
bundnum hætti allt frá upphafi.
Á föstudagskvöldum hafa ung-
menni sótt samverur. Reynt er af
fremsta megni að fá unga fólkið