Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 21
Sigmundur Gísli Einarsson
í þessari grein ætla ég að ijalla
um núverandi unglingastarf í
Vestmannaeyjum, sem hófst
árið 1980. Fyrstu tvö árin voru
Ester Árnadóttir og Elín Stein-
grímssen með starfið og lögðu
grunninn að því sem er í gangi í
dag.
Árið 1983 hóf undirritaður
störf með þeim stöllum. Þann
tíma sem ég hef verið með hefur
starfið byggst á lofgjörð til Drott-
ins, söng, fræðslu í orði Guðs og
síðan því sent alltaf fylgir ungl-
ingastarfi, leikjum og skemmti-
efni. 1984 flutti Elín til Akureyr-
ar og fengum við þá til samstarfs
við okkur Gíslínu Magnúsdótt-
ur, sent var með okkur tvo vetur.
Nú í vetur hefur starfið verið í
höndum Snorra Óskarssonar
forstöðumanns Betelsafnaðarins.
Hér hef ég rakið sögu ungl-
ingastarfsins í stuttu máli. En er
þar með öll sagan sögð? Nei, al-
deilis ekki.
Hvað er unglingastarf í
kristnum söfnuði?
Maður heyrir alstaðar talað
um unglingavandamál. Er eitt-
hvað í kenningu Krists senr get-
ur vakið áhuga hjá unglingun-
um? Við getum spurt okkur,
hvað það var sem við sóttumst
eftir sem unglingar. Hvað gerð-
um við um helgareða í þeim frí-
tíma sem við áttuni á unglings-
árunum?
Unglingur í dag er það sama
og unglingur áður. Einstakling-
ur, að vísu ómótaður, en samt
sem áður með þarfir og þrár sem
fullorðinn og aðal þörf hans er
sú sama og hjá fullorðnum
manni. Hann vill fá lífsfyllingu
og sálarfrið. Hann þarf stefnu og
takmark til að keppa að. Hann
er fullkomin sál, fullkominn ein-
staklingur í óhörðnuðunt lík-
ama.
Jesús var líka unglingur.
Meira að segja er talað um hann
sem ungling í Biblíunni.
í Lúkas 2:41-52 er skrifað um
Jesúm 12 ára gantlan, þegar
hann fór með Maríu móður
sinni og Jósef til páskahátíðar-
innar. Jesús týndist þarna í
Jerúsalem og foreldrarnir fóru
að leita að honunt. Það var fullt
af allskonar afþreyingarefni í