Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 44

Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 44
Forstöðumaður safnaðarins var kosinn Eric Ericson, frá Vest- mannaeyjum. Hin síðustu ijögur til fimm ár hefir hann haft sterka þrá til að geta hafið starf í Reykjavík, en vegurinn hefir þó ekki að fullu opnast fyrr en nú, því að starfið í Vestmannaeyjum hefir einlægt bundið hann fastan þar, en nú virðist hafa ráðizt bót á því. Það er óhætt að segja, að Hvítasunnuvinir út um land, árna þessum nýstofnaða söfnuði í höfuðstaðnum allrar hamingju og ríkulegrar blessunar Guðs í framtíðinni. Eins og Pastor Barratt sagði svo réttilega, þá verður það Reykjavík, sem verð- ur að vera miðdepill hvíta- sunnustarfsins á íslandi. Þar þarf aðalstöðin að vera og svo eiga útstöðvarnar að kvíslast þaðan, eftir því sem Drottinn leiðir og gefur möguleika til. Sömuleiðis verður öll útgáfa bóka, svo og blaðsins „Afturelding“ að vera þar. Nú þegar, hefir blaðið feng- ið þá útbreiðslu, að útgáfa þess eins þarfnast manns í Reykjavík. Það er því mikið starf, sem ligg- ur fyrir bróður Ericson þar, svo að við trúsystkini hans, sem búum viðsvegar út um landið, ættum að koma honum verulega til hjálpar með bænum okkar. Á ísafirði var viðdvölin stutt, að eins einn sólarhringur. En allt fyrir það var hægt að halda þar eina samkomu, með blessunar- ríkum árangri. Til Sigluljarðar komum við á Uppstigningardag. Samkoma var haldin sama kvöld, svo og öll næstu kvöld til mánudags. Auk þess voru minni samkomur haldnar fyrir trúaða á daginn, klukkan fjögur. Til Siglufjarðar kom trúað fólk úr Fljótum og annarsstaðar úr Skagafirði. Þess- ir trúuðu vinir, sem vegna samfélags við annað trúað fólk, nutu nú nokkurskonar Lauf- skálahátíðar inn á milli hinna fannbryddu fjalla Siglufjarðar. Hafa þeir heyrt mikið talað um Barratt, bæði með og móti, nú vildu þeir fá eigin reynd til þess að byggja þekkingu sína á. Þeir slitu sig því lausa frá önnum vorsins og komu þessa löngu leið til þess að sitja samkomurnar. Þegar þeir svo hurfu heim aftur, eftir fjóra daga, þá höf'ðu þeir, ekki að eins uppfyllt boð Guðs Orðs, sem segir: „PróFið allt, haldið því sem gott er,“ heldur auk þess fengið persónuleg kynni af manni og málefni, sem þeir sáu að þeim reið á að kynn- ast, til þess í framtíðinni að geta tekið hiklausa afstöðu með eða móti. En það sem þeir sáu og heyrðu, létu þeir síðar svo mælt um, að hefði orðið áherzluhögg á réttmæti Hvítasunnuhreyfing- arinnar samkvæmt Guðs Orði. Akureyri var lokaáfanginn. Þar var staðið við frá mánudegi til aðfaranætur sunnudags, næsta á eftir, sem var Hvítasunnudag- ur. Þá fóru norsku bræðurnir, ásamt Ericson, suður um aftur til þess að taka e.s. Lyra, sem fór frá Reykjavík 4. júní áleiðis til Noregs. Vinirnir á Akureyri hafa leigt samkomuhús yfir árið, en með því, að búizt var við, að það yrði ekki nógu stórt fyrir þessar sam- komur, þá var samkomuhúsið ,,Zion“ fengið lánað hjá Trú- boðsfélaginu. Hér með vottum við Hvítasunnuvinir Trúboðsfé- laginu á Akureyri beztu þakkir fyrir velvild og sanngirni, sem það sýndi okkur undir þessum kringumstæðum. — Á Akureyri sást ekki, hvað minnstur árangur af komu Barratts og starfinu í sambandi við hana. Hér um bil á öllum samkomunum var beðið með mönnum og konum, sem þráðu frelsi. Guðsbörn voru líka móttækileg fyrir þann boðpskap, sem fluttur var, efalaust þó í nokkuð öðru ljósim, en almennt hefir verið fluttur á Akureyri. Síðasta daginn á Akureyri lá sama verkefnið fyrir, sem síðasta daginn í Reykjavík, það er söfn- uður var einnig myndaður þar. Strax gekk í söfnuðinn tuttugu og fimm manns. Sigmund Jak- obsen frá Noregi, sem fyrir hálfu öðru ári kom til íslands, eftir kalli Guðs, og starfað hefir síð- astliðinn vetur á Akureyri, var kosinn forstöðumaður safnaðar- ins. Söfnuðurnir, bæði í Reykja- vík og á Akureyri, kusu sér sama biblíulega nafnið: Fíladelfia, en nafnið þýðir bróðurkærleikur. Við óskum að báðir söfnuðurnir megi bera nafn með réttu, Guði til dýrðar. Jæja, Barratt kom og Barratt fór, og þannig verður sagt um okkur öll. Munurinn að eins sá, að spor okkar marka mismun- andi djúp för í tímans sand. En þegar við höfum öll komið og öll farið, þá heldur málcfni Guðs áfram með stöðugum sigri, alveg óbundið mér eða þér, þessum eða hinum. Við þessa fullvissu gleðjumst við nú, þegar við höf- um kvatt, að öllum líkindum í hinsta sinn, þennan senn hálf áttræða öldung, sem með hinni stuttu kynningu, er við höfðuni al' honum, vann sér svo stórt rúm í hjörtum okkar og hugum. Hann minnti okkur á vatnsmik- inn og dunþungan fossinn, sem brýst fram um gljúfrið, ýmist með alla fegurð sólargeislanna í bárum sínum, eða skugga eilífrar nætur, kallandi til lands og Iýðs: Vaknið, vorið er að koma! Afturelcling, 4. tbl. 1936.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.