Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 46

Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 46
A Siglufirði 1936, f.v.: Kristján Reykdal, Anna Eiríksdóttir, Arni Eiríksson, Sigurlaug Sigurðardótt- ir, Arnbjörg Eiríksdóttir, Sigurlaug Björnsdóttir, Eric Ericson, Ólöf Björnsdóttir, Ásmundur Eiríks- son, Líney Guðmundsdóttir, Alfiiild Mathisen, Martin Mathisen, Jóhanna Ögmundsdóttir, Rann- veig Hermannsdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Kristjana Sigfúsdottir, T.B. Barratt. En nú, þegar til alvörunnar kom, gengu nokkrir þeirra út. Sem gefur að skilja, urðu þetta vonbrigði fyrir okkur hin, og ekki minnst fyrir Barratt. Þeir sem mynduðu söfnuðinn voru 12. Þar með taldir við Erik og konur okkar báðar. Það voru því aðeins 8 borgarbúar, er stóðu að stofnun Hvítasunnusafnaðar- ins í Reykjavík. Talan var sorglega lág, en falleg, því að það var tala safnaðar Guðs á dögum Nóa. Og samkomustaðurinn þá varörkin. Talan er spádómstala, sem talar um fyllingu og áfram- hald, eða nýja byrjun. 7 plús I er 8. Og þetta hefur reynst svo. Með þessum hætti var þá Fíla- delf'íusöfnuðurinn í Reykjavík stofnaðursumarið 1936. A Isafirði, Siglufirði og Akur- eyri, talaði Barratt á fjölmenn- um samkomum. Það snart mig með djúpri gleði og viðkvæmni, á fyrstu samkomunni, sem hald- in var á Siglufirði, að flestallt trúaða fólkið úr Fljótunum var þarna mætt. Nokkrir komu einnig l'rá Sauðárkróki. Árni bróðir minn, sem leiddi starfið heima í fjarveru minni, vann að því að hópurinn keypti sér trillubát til fararinnar - fram og til baka. Hcim sneru þau inni- lega glöð og þakklát yfir því, að hafa notið þess að hlusta á þenn- an þekta Guðs mann predika Orðið á nokkrum samkomum, sem þau gátu verið þáttakendur í. í lok einnar samkomunnar á Siglufirði, gekk Barratt til þessa f'ólks, sem ég hafði sagt honum að væru úr heimabyggð minni. Hann heilsar þeim öllum með handabandi. Um leið og hann heilsar pilti, lítið yfir f'ermíngu, leggur hann hönd á höfuð hans og mælir þessi orð yf'ir honum um leið: „Ungi vinur, Guð á eft- ir að nota þig í verki sínu. Guð blessi þig!“ Gat pilturinn þess, að hann hefði l'undið sterk áhrif' f'ylgja þessum orðum inn í hjarta sitt. Pilturinn var Kristján Reyk- dal. Þessi orð hafa rætzt. Á Akureyri voru flestar sam- komurnar haldnar í Zíon. Það hús var okkur Iánað með góðum hug. Ég minnist einkum einnar samkomu þar. Það var margt fólk mætt. Þarna sá ég nokkra af framámönnum bæjarins, sem ég hafði aldrei séð á kristilegum samkomum áður, og ekki heldur síðar. Barratt talaði um upprisu réttlátra í þetta skipti, og gerði el’ninu mjög góð skil. Hann dró skarpar línur á milli upprisunn- ar eins og Guðs orð kennir, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.