Afturelding - 01.06.1986, Blaðsíða 34
Einar J. Gíslason
Fíladelfíu-
söfnuðurinn
í Reykjavík
50 ára
Þann 18. maí árið 1936, var
Fíiadelfíusörnuðurinn í Reykja-
vík stol'naður. Voru þá saman-
komnir í Varðarhúsinu í
Reykjavík eftirfarandi stofnend-
ur safnaðarins: Ólöf Einarsdótt-
ir, Árnína Guðjónsdóttir, Sæ-
mundur Sigfússon. Þuríður Páls-
dóttir, Eric Ericson, Signe Eric-
son, Ásmundur Eiríksson, Jó-
hanna Jónsson frá Færeyjum,
Þórunn Þorvaldsdóttir, Guðríð-
ur Eyjólfsdóttir og Arndís Sölva-
dóttir. Auk stofnenda voru við-
staddir T.B.Baratt forstöðumað-
ur frá Noregi, Guðrún Lárus-
dóttir alþingismaður, sonur
hennar Friðrik, Sigrid Ásgeirs-
son og fleiri. Eric Ericson var
kosinn forstöðumaður og Ás-
mundur Eiríksson ritari. Söfn-
uðurinn tók heima í leiguhús-
næði, í Varðarhúsinu, Bröttu-
götu 3. Við hátíðir voru tekin á
leigu Iðnó, Austurbæjarbíó og
fengið inni í kirkjum, einkanlega
Fríkirkjunni. Árið 1937 gengu
ekki færri en 17 manns í söfnuð-
inn, þannig að starfið rótfestist.
Eric Ericson var forstöðumað-
ur í 12 ár, þar til hann fór til
Ameríku. Hann dvaldi þar stutt
og kom heim aftur, eftir tæpa
ársdvöl. Var hann meira og
minna viðloðandi starfið hér í
Reykjavík og síðar í Kellavík,
þar sem hann vann verk braut-
ryðjandans.
Ásmundur var forstöðumaður
í 22 ár eða frá 1948 til ársins
1970. Á hans tíma var byggt í
Hátúni 2 og byggingin svo lil
skuldlaus þegar hún var vígð 19.
október 1969. Ásmundur dró sig
í hlé, bæði vegna aldurs og
þverrandi heilsu. Einar Jóhann-
es Gíslason tók við starfinu 1.
október 1970 og gegnir því þegar
þetta er skrifað. Allir forstöðu-
mennirnir hafa jafnframt verið
ritstjórar Aftureldingar, sem er
aðal málgagn hreyfingar Hvíta-
sunnumanna á Islandi. Svo og
Barnablaðsins, sem út er gefið af
forlagi Fíladelfíu. Jafnhliða
áðurgreindum forstöðumönn-
um, þá hafa starfað sem trúboð-
ar og oddamenn safnaðarins
Jónas S. Jakobsson, Þórarinn
Magnússon, Arnulf Kyvik.
Tryggvi Eiríksson, Guðmundur
Markússon, Arinbjörn Árnason
og Sam D. Glad.
Húseignin Hverfisgata 44 var
keypt árið 1938. Samanstóð
eignin af tvílyftu timburhúsi,
með kjallara og risi og svo úti-
húsi sem notað var á vegum
Háskóla íslands um árabil. Þar
var innréttaður samkomusalur,
sem síðar var stækkaður árið
1949. Þarna átti söfnuðurinn sitt
andlega heimili til ársins 1962,
að salur var tekin í notkun á
neðri hæð kirkjunnar við Hátún
2, þar sem stefnt var að framtíð-
arheimili safnaðarins.
Árni Arinbjarnarson hefir