Fróði - 01.09.1913, Síða 18

Fróði - 01.09.1913, Síða 18
18 FRÓÐI Þeir menn, sem liafa veitt þessu eftirtekt, finst þaS þó ekki. vera hin daglega vitund þeirra, sem gjöri þetta, þó aö þeir viti ♦kkert af því, hvernig þaö gengur til, eru aö hugsa um alt annaö. Þaö er einhver önnur persóna, sem dregur þetta upp úr hyldýpi endurminninganna. Og svo margar og sterkar eru sannanirnar fyrir þessu, aö hinir mestu vísindamenn hafa ekki hikað sér viö; aö fullyrða, að vér séum eiginlega tvœr persónur eða mannefflið sé tvöfalt. Aðra persónuna sjáum vér og heyrum og þreifum á, en hin er Jiulin, sumir verða kanske aldrei varir við hana alla sína æfi, sum- ir verða hennar varir að heita má á hverjum degi, Þessi hin hulda persóna eða vitund, fæst ekki viö hin daglegu störf, svo vér vitum eða tökum eftir, en eins og í þessum tilfellum, er hún dregur fram löngu gleymdar endurminningar, þá sjáum vér að hún gjörir það, sem hin daglega vitund er búin að reyna sig við og gat ekki. — Hún getur kanske haft miklu meiri hæfileika, heldur en hin dag- lega vitund, eöa þessi pcrsóna, sem vér þekkjum og erum að sarga með í gegnum mannlífið, oft með hörmung og kvölum. Þessi hin dularfulla innri persóna vor er svo hulin, að vér eiginlega vitum ekki hvar hún býr, hvort það er í hinum efri eða neðri heila, eða hvernig hún stendur í sambandi við líkamann, því að ólíkamleg er hún og meff líkamanum vinnur hún. Þáð getum vér fundið, og æfinlega, þegar vér leitum einhverra upplýsinga hið innra hjá oss, þá leitum vér til einhverrar persónu, einhverrar heildar, annars væri leitin vitleysa ein, það væri að leita upplýs-, inga hjá einhverjum, sem ekki væri til. Skáldin, listamennirniiv rithöfundarnir hafa leitað og fundiö, sumir glögt, sumir óglögt. Stundum kalla menn þetta innblástur og vita eiginlega ekkert Kvað þeir meina með því, og það má vel vera aö hún sé innblásin, þessi hulda innri vitund. Það má vel vera, að í henni geymist þúsund ára endurminningar, tilfinningar, hugsanir og hugmyndir, og jafnvel enn þá eldri. Það má vel vera, að hún hafi skynjana- máta, sem vér þekkjum ekki, höfum enga hugmynd um, liafi hæfi- kika, sem standa langt fyrir ofan hæfileika vora. í fleiri þúsund ár hefir mönnum miðað svo lítið í þekkingu sálarhæfileika manns-

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.