Fróði - 01.09.1913, Side 54

Fróði - 01.09.1913, Side 54
54 FRÓÐI gefin viss sort af fæöutegund að nærast á í heila viku. Var svo hver hópur nákvæmlega prófaöur viö byrjun og enda vikunnar. Þeir sem liföu á ávöxtum eingöngu, töpuöu 6—13 pundum af þyngd, en græddu aftur undarlega mikiö af styrkleika. Þeir töpuöu því ekki neinum verulegum eöa góöum vöövum, heldur losnuöu vöövar þeirra viö óþarfa rusl, sem sest hafði þar aö og gjörði þeim ilt eitt. En þegar vöðvarnir og líkaminn varð hreinni, þá veitti vöövunum svo miklu létt- ara að dragast saman og taugaþræðirnir, sem stýrðu þeim, uröu svo miklu skarpari, og allur líkami mannsins fann nýtt lif og fjör og vellíðan í hverjum hinum minsta parti viö þaö aö losast viö alt þetta rusl og allan þenna óhroöa. Þeir,- sem lifðu á fæöutegundum sem mikið var í af protein-efnum ('vöövamyndandiý, svo sem bauna-tegundum, eggjum, osti, kjöti, þeir þyngdust allir — en þeim fór öllum aftur aö kröftum. Þessi þyngd þeirra, sem þeir bættu viö sig, var aö miklu leyti innifalin í því, aö allra- handa rusl safnaðist fyrir í vöðvunum, fylti rúmin milli vöövaþráöanna, án þess þó aö veröa að vööva, og belgdi þannig út vöðvana og holdið. En i staö þess að auka aðdráttarafl vöövanna, þá dró þaö úr því, svo að hvorki vöðvarnir eöa heilataugarnar, sem stýröu þeim, gátu unniö tilhlýðilega. Þessir hópar fengu aököst af ýmsum tegundum gallsýki, tungur þeirra voru kámugar og loönar, andardrátturinn fúll og ólykt mikil. Þeir kvörtuöu um höfuðverki, svefnleysi, leiðindi og ónot um sig alla. Hvenær sem menn eta heldur mikiö af ávöxtum, kartöflum eöa hrís- grjónum, þá leggja lifrar sellurnar og vöðvaþræðirnir afganginn fyrir til geyitislu og úthluta honum smátt og smátt, eftir því sem líkaminn þarfnast. En þegar menn eta of mikiö af fæöu meö eggjahvítu-efnum, svo sem kjöti, ostum, eggjum, þá er enginn staður að geyma þetta; lík- ami mannsins er ekki útbúinn með neinn slíkan staö, og getur því ekk- ert geymt af því setn untfram er daglegt brúk af þessu. Þaö verður því að breyta þessum efnum í önnur efni og ryðja þeim út úr líkaman- um svo fljótt, sem mögulegt er. Nýrun, skinnið, þarmarnir, lungun, geta losað líkamann viö svo og svo mikiö af úrgangi þessum á hverjum degi. En það, sem eftir

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.