Fróði - 01.09.1913, Page 59

Fróði - 01.09.1913, Page 59
FRÓÐI 59 3. Menn þykjast vita, hvernig maurar þessir komast inn í lík- ama manna. Margir neita því aS þeir séu arfgengir. En menn draga þá inn í andardrættinum, eða gleypa þá í fæöunni, oftlega eftir aí5 þeim hefur verið spýtt upp úr tæringarveikum sjúklingi. Ýmsir merkir læknar hafa reynt aö telja tæringarmaura þá, sem ganga upp úr tæringarsjúkum mönnum á hverjum 24 klukkustundum. Einn taldi fjórum sinnum á þremur mánuðum maurana, sem gengu upp úr manni einum á sólarhringnum; þeir voru minst 1,500,000,000 og mest 4,300,000,000 feða ein bilíón og fimm hundruð milíónir, og fjórar bilíónir og þrjú hundruð milíónirý. Þetta er býsna mikill hópur, ef menn hafa hugmynd um tölur þessar. Þær eru allar í hrákanum, þessar bakteríur, og þegar hrákinn þornar, þá er scm þeim sé ungað út, þær eru þá lausar eins og fræ, sem fellur á jörðu, og geta fariö að ækslast aftur, og eru svo léttar, að þær fljúga um loftið með hverjum vind- gusti. Það þarf ekki nema ofur lítinn loftstraum til aö lyfta þeim frá jör'öu, og svo setjast þær á matinn, eöa synda um í vatninu, og vér svelgjum, ekki eina eöa tvær, heldur langar lestir af þeim, svo aö þaö er furöa mikil, aö nokkur ma'öur skuli geta lífi haldiö. 4, -—Og meira vitum vér um þær en þetta, eftir aö þær eru komnar inn í líkamann. öllum fjöldanum, er vér svelgjum, er sálgað áöur en þær gjöra ilt af sér. Þaö eru ótal hættur á leið þeirra, eftir aö þær eu komnar inn fyrir varir manna. En líffærin eru titbúin til þess aö sálga þeim. En viö og viö kemst ein og ein baktería inn í blóöstraum- inn og rennur meö honum þangaö til hún einhverstaöar finnur hreið- ur eöa hæli, þar sem hún getur sest aö og búiö um sig. En geti hún þaö, þá ækslast hún og margfaldast ákaflega fljótt. En nú koma “pólitíin” eöa gæsluverðir líkamans og giröa um hvert eitt þetta tæringarbú, hvort sem þar eru tugir eöa þúsundir íbúa; giröa um þaö svo rækilega, sem hægt er, gjöra belg utan um þaö og loka á allar hliöar; og þetta er það, sem gefiö liefir sýkinni nafn: tuberculus =dálítill snúöur eöa bóla, berkill, brigsl. Nú eru þessir óþörfu gestir, eöur innbrotsmenu, lokaöir þarna lr>ni, sem herflokkur í kastala einum; en um kastala þenna setjast hinir hvítu hermenn ý safnast þarna saman úr ótal áttum, til þess aö drepa °g eta hvern þann, sem réynir að laumast burtu úr kastalanum. Ef að

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.