Fróði - 01.09.1913, Page 67

Fróði - 01.09.1913, Page 67
FKÓÐI 67 cr mikil olía undir. En stjórnin jiarf olíu til eldsneytis, helst á öllum sínutn skipum, herskipum, flutningsskipum, farþegja og verslunarskipum. Þ'eir húast ekki viö aS finna atSrar eins nægtir nokkursstaöar í heimi. Nú um tíma hafa þeir í ó'Sa önn veriö að breyta vélunum á herskipum sínum, svo jreir geti knúö þau: áfram með olíu í stað kola. Olían tekur upp miklu minna rúm, gefur hetri gang og til sparnaöar á marga vegu. Hvað hveiti snertir þá var það fyrst ræklað þar 1S28. Rev. Gordon missionary, sáði því þá við Dunvegan og siðan heíir það verið ræktað þar árlega. Þlað er þvi nærri hundrað ára reynsla komin fyrir hveitiræktun i Peace River héraðinu. Svo að menn sjái aö mörgum er umhugað um að komast þangað, skal nú geta járnbrauta, sem verið er að leggja jrangað. Það er þá fyrst Edmonton, Dunvegan British Col. járnbrautin. Hún verður fullgjör að Athahaska fljótinu í haust, 130 mílur frá Edmonton. Brúin yfir fljótið verður bygö í vetur. Er nú domp- urinn kominn góðar 240 mílur frá Edmonton, en þeir búast við að eiga eftir á þessu hausti til Dunvegan einar 40 mílur. Um 1000 manns og 250 team vinna nú á þessari braut vestan við Athabaska River og mörg hundruð leggja teinana. Má sjá af því að ein- hvcr eða einhverjir vilja láta verkið ganga. Þetta verður fyrsta járnbrautin að Peace Rive rfljótinu og það verður hún, sem opnar landið, því að Peace River fljótið er skipgengt fyrir gufubáta 750 mílur og er það spotti nolckur. C. N. R. brautin er lcomin til Athabaska Eanding og halda þeir svo brautinni áfrani til Peace River. Að vestan koma: Vancouver, Ft. George and Dunvegan brautin. iÞéir eru nú að hyggja frá Ft. George í B'ritish Columbia vestan fjalla og í gegn- um skörðin, sem Pine Pass kallast, meðfram Pine River, sem fell- ur austan og rennur á sléttunum í Peace River. Þá er Bella Coola, Dunvegan brautin éinnig á leiðinni. Hún er bygð frá Bella Coola firðinum, mitt á milli Vancouver og Prince Rupert. Það eru auðmenn í Vancouver, sem vilja byggja járnbraut frá Kyrra-hafinu til Hudson flóans og þeir eru að biðja stjórnina 5 Ottawa að ábyrgjast nokkuð af skuldabréfum félagsins, eða braut- ar þeirrar, sem bygð verður frá Bella Coola norðaustur yfir þvera British Columbia og Peace River dalinn, alla leið til Hudson flóans.

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.