Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 16
14
hann. Og samtíð Krists, svo barnsleg og einföld í trú
sinni sem hún var, hún átti einnig slíka sterka trúmenn
og leitendur.
En Förumaðurinn átti það líka til, að taka sér sterk
orð í munn, er hann átaldi syndina. Og þá risu á ný
hinar alvarlegu getgátur um hann: Var hann ekki einn
hinna hirtandi spámanna Gamla testamentisins, eða
máské Jóhannes skírari upprisinn?
A strætum og gatnamótum stórborganna stóð hann og
vítti lýðinn með mikilli og voldugri röddu fyrir syndir
hans, og hvatti til bænar og betrunar. Og slíkt hið sama
gjörði hann, þó að þjóðhöfðingjar ættu í hlut, — sagði
þeim beiskan sannleikann. Þannig hafði hann fyrir
nokkrum árum harðlega vítt þennan sama konung, fyrir
ranglátan hernað, er hann hafði hafið gegn nágranna-
þjóð í ávinningsskyni.
Konungurinn sat þögull og mintist nú þessara atburða.
Þykkjan sat honum enn í huga, en hann bældi hana
niður og sagði þurlega:
Látið hann koma.
Inn um dyrnar þar utar frá kom maður, mikill vexti.
Hermennirnir réttu ósjálfrátt úr sér. Förumaðurinn var
hærri en sá hæsti þeirra, og bryngubreiðari en konung-
urinn sjálfur. Herðarnar miklar og sterklpgar, höfuðið
fagurt, með silfurhvítum hærum, og ásjónan blíðleg og
alvarleg, þrungin myndugleik hins mikla og sanna mann-
kærleika. — — —
Það var eins og að höllin yrði hærri, er hann gekk
inn, og ljósbylgja liði um salinn. 1 návist slíks manns
lætur alt hið góða og göfuga í mannssálinni á sér bæra.
Því að þar sér hún fyrirmyndina, sem hið bezfa í með-
vitundinni hefir dreymt um.