Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 41

Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 41
39 II. Paganini heldur hljómleik í góðgerðaskyni. Það eru sagðar ýmsar sögur um það, hve fégjarn hann hafi verið, ítalski fiðluleikarinn frægi, Paganini. Má vera að svo hafi verið. En sagan, sem hér fer á eftir, sýnir þó, að hann hefir líka átt það til að vera hjálpfús. Hann býr í París er sagan gerist. — Það ber til einn morgun, að Paganini verður þess var, að þernan, sem sér um herbergi hans, er að gráta. Hann víkur sér að henni og spyr, hvað að henni ami. Hún segir honum það: að unnusti hennar sé kallaður í herinn og sendur burtu, og auðvitað sé hún svo fátæk, að hún geti ekki keypt hann undan herþjónustunni. Paganini hugsar sér að reyna að hjálpa stúlkunni. Hann kaupir sér tréskó og býr hann svo út, að setja má á hann fiðlustrengi. Síðan auglýsir hann hljómleik, þar sem hann ætli að spila fimm lög á fiðlu og önnur fimm á — tréskó. Sem geta má nærri, vekur auglýsingin óvenjumikla athygli. Aðsóknin að hljómleiknum er geysimikil. Fult hús! Fiðluleikarinn gefur þernunni aðgöngumiða. Og að loknum hljómleiknum fær hann henni pyngju með 20 þúsund frönkum og segir, að nú skuli hún leysa unn- ustann undan herskyldunni, og reisa bú með því sem afgangs verði. Tréskóinn, sem orðið hafði þernunni til þessarar gæfu, gaf Paganini henni einnig, með þeim ummælum, að væntanlega gæti hún fengið eitthvað fyrir hann. Og það þarf varla að geta þess, að henni bauðst stórfé fyrir þetta einkennilega hljóðfæri. [Paganini er í röð hinna frægustu fiðluleikara er uppi hafa verið].
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.