Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 11
9
við ástrík móðurbrjóst. Hann söng um trygð og fórnfýsi
góðrar konu og hvílík gersemi slík kona er manninum.
Þá brá aftur skýi á ásjónu konungsins; ennið varð
hrukkótt, augun döpur og þungbúin. Sorgin var honum
of hugstæð til þess, að hann þyldi að vera svo berlega
mintur á það, hve mikils hann hafði mist. Saknaðar-
þráin vaknaði á ný, brjóstið fyltist trega og hugurinn
varð klökkur. — — —
Nei —■ enginn skyldi sjá hann fella ókarlmannleg tár!
Hann rétti sig snöggleg í sessi, gjörði bjóðandi bendingu
með hendinni og mælti:
Þey þú, söngvari, og haf þig í burtu!
Hinn snjalli söngvari þagnaði og gekk snúðugt fram
hallargólfið — harla vonsvikinn, en meyjarnar horfðu á
eftir honum með söknuði, meðaumkun og þrá.--------------
Enn opnuðust dyrnar og inn milli hermannanna kom
gráhærður öldungur, er á sér bar öll merki hárrar elli.
Hann var lotinn mjög, og hvíta skeggið, sem var líkast
klakaströnglum niður úr þakskeggi, náði honum niður
um kné. Þetta var hinn víðfrægi stóuspekingur og mein-
lætamaður, Hilaríus, og hafði hann sérstaklega verið
kvaddur á konungs fund.
Hann nam staðar nokkrum skrefum fyrir framan kon-
unginn, heilsaði ekki, en lyfti höfðinu ofurlítið og horfði
á hann grá-köldum öldungs-augunum.
Konungurinn leit á spekinginn og mátti sjá misþóknun
eða jafnvel viðbjóð á svip hans, ,er hann sá þessa
skorpnu og hrörlegu beinagrind og járnkalda ásjónu
hennar.
Ofurlitla stund horfðust þeir í augu — og lét hvor-
ugur undan síga.
Þú hefir látið kveðja mig hingað, konungur, mælti