Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 9
7
mætti að eyða þunglyndi konungsins og vinna til hinna
ríkulegu launa.
Uppi í riddarasalnum sat konungurinn í hásæti, herða-
• breiður og höfðinglegur og hinn karlmannlegasti á allan
vöxt. Alt yfirbragð hans bar vott um óvenju-mikinn
viljakraft, sem sorgin hafði nú brotið á bak aftur. Augna-
ráðið var þungbúið og þreytulegt, og höfðinu laut hann
máttvana fram á hendur sér.
Upphverfis hann sátu hirðgæðingarnir og máttarstoðir
ríkisins, kanzlari, stallari og marskálkur; þá aðallinn,
ríkisráð, lénsherrar og stóreignamenn, og þar utar frá
hirðmeyjarnar: skrautlegar raðir af rósum og liljum,
tígulegum túlípönum og valmúum, yndislegum eilífðar-
blómum og auðnusóleyjum. En á yfirbragð allra bar
skugga af mótlæti og sorg konungsins.
Allur var hallarsalurinn þakinn myndum af forfeðrum
konungsins. Fyrstur ættfaðirinn, albúinn hertýgjum, sá, er
sett hafði ríkið á stofn; þá hinir aðrir konungar í krýn-
ingarskrúða, allir með sameiginlega ættarmótið: arnarnef
og hvöss augu. Og í milli þeirra voru drotningarnar,
tígulegar, fagrar og fyrirmannlegar konur, er vel skipuðu
sætin við hlið manna sinna. Síðasta myndin í röðinni
var af nýlátnu drotningunni. Hún var hjúpuð sorgar-
blæjum og bar af öllum hinum að blíðu og yndisleik.
Og það var eins og hún horfði með viðkvæmri hlut-
tekningu til mannsins síns, þar sem hann sat þungbúinn
og þögull, innan um allan ljómann og dýrðina, — einn,
aleinn, huggunarlaus og snauðari en hinn aumasti bein-
ingamaður í víðlendu ríki hans.
Fram við dyrnar stóðu fjórir risavaxnir hermenn í
svörtum flauelskuflum, með stæltar hanafjaðrir í hattkoll-
inum og herkylfur við hlið sér. — Eftir bendingum hirð-