Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 37
35
sér upp úr. Eg hefi gert alt mitt ítrasta til þess að reyna
að draga hann upp úr. Eg reyndi að ná taki í gullnu
há'rlokkunum hans. En handleggirnir á mér eru svo stuttir,
að eg náði ekki til. Hann situr enn þá á kafi í leðj-
unni. Kom þú nú fljótt og hjálpaðu. Handleggirnir á þér
eru langir og sterkir, og þú ert svo dæmalaust góð.
Kom þú nú fljótt og legðu þig fram«.
»Hamingjan hjálpi mér!«, mælti hvíta kanínan. »Hvernig
fór hann að detta ofan í? Þetta er frámunalega leiðin-
legt. Hann hefði ekki átt að fara svona nálægt gryfj-
unni. Eg er bara hrædd um, að honum hafi verið þetta
sjálfum að kenna. Mér skyldi svo sem þykja vænt um
að geta hjálpað; en eg get það ekki. Eg verð að hugsa
um hvíta skinnið mitt. Eg yrði öll útötuð í leðju«.
»Ó, kom þú, blessuð, kom þú fljótt«, hrópaði litla
moldvarpan. »Þarna er lækur rétt hjá. Þú getur svo vel
þvegið þér þar eftir á«.
»Nei, mér rnundi alt af finnast óhreinindin loða við
mig«, mælti kanínan.
»Eða þá blessað regnið«, hrópaði moldvarpan, »það
mun brátt gera þig hvíta aftur«.
»Gerðu svo vel að hypja þig burtu«, mælti kanínan.
»Vill þá enginn hjálpa ?« æpti moldvarpan. »Vill eng-
inn hjálpa álfinum upp úr gryfjunni, sem er full af vatni
og óhreinindum?«
Alt í einu rak grá kanína höfuðið út um dyrnar
hjá sér, og mælti: »Hvað er að? Er nokkur í háska
staddur?«
»]á, álfur hefir dottið ofan í gryfju nálægt gamla eiki-
trénu«, mælti moldvarpan.
»Það verður að draga hann upp úr«, mælti gráa kan-
ínan. »Komið þið með, eg held eg geti það«.