Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 48
46
einbeittur og lét sér fátt í augum vaxa, og gamansamur
mjög.
Um hann er sögð þessi saga:
Arið 1808 voru ýmsir konungar og aðrir þjóðhöfð-
ingjar Norðurálfu saman komnir í Erfurt hjá Napóleon
keisara. Hafði Napóleon viðbúnað mikinn til skemtunar
hinum tignu gestum og lét undirbúa sýningar ýmsra
frakkneskra sorgarleika; voru þar til fengnir beztu leik-
endur frá París, þar á meðal hinn heimsfrægi leikari
Talma.
Þegar Spohr frétti þetta, hugði hann gott til glóðar-
innar að fá að sjá þessa leiki og leikendur, einkum
Talma; — konungana og keisarana var honum sama um.
Hann tók sér því ferð á hendur frá Gotha til Erfurt,
ásamt þremur lærisveinum sínum.
En þegar til Erfurt kom, fréttu þeir — sér til mikillar
gremju — að engir fengju aðgang að leikhúsinu aðrir
en þjóðhöfðingjarnir, hirðfólk þeirra og annað úrvals-
stórmenni; almenningi yrði ekki leyft að koma þar nærri.
Nú vandaðist málið, — en Spohr lét sér hvergi bregða.
Hann var nú kominn þangað til að sjá og heyra Talma,
og því takmarki skyldi hann ná, hvað sem það kostaði.
Hann spurðist fyrir um hljóðfæraleikendurna, þá er spila
áttu við leikana, hafði upp á fjórum þeirra og fékk þá
til að lofa sér og lærisveinum sínum að spila í leikhús-
inu í þeirra stað. Þrír þessara manna voru fiðlu- og
cello-leikarar, en sá fjórði hornleikari. Þar var þrautin
þyngri, því að hvorki Spohr né lærisveinar hans kunnu
að ieika á horn.
Nú—jæja. Spohr varð að læra að leika á horn, —
um annað úrræði var ekki að velja. Og hann tók með
sér hljóðfærið, settist við að æfa sig og blés og blés