Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 29
27
»Hví lætur þú svona, kona. Þessi bær er nógsamleg-
ur fyrir okkur. Hvað hefir þú með kastala að gera?«
»Farðu af stað og findu 'fiskinn, hann lætur þig fá það,
sem þú biður um«, sagði konan.
»Nei, kona«, ansaði maðurinn. »Fiskurinn gaf okkur
í byrjun bæinn. Kæmi eg nú aftur, myndi eg reita fisk-
inn til reiði«.
»Stendur á sama«, ansaði konan. »Fiskurinn getur
það sem hann vill, og eg efast ekki um, að hann vilji
þetta.. Farðu nú og reyndu«.
Fiskimaðurinn lagði af stað í þungu skapi.
»Þetta er ekki rétt gert«, sagði hann við sjálfan sig.
Sjórinn var kyrr og dökkblár. Fiskimaðurinn leit á
hann og raulaði vísuna:
„Viö þig eiga vil eg tal,
vinur minn í flyörusal,
enn þá grætur örlög sín
Isabella konan mín“.
»Nú, — hvers þarfnast þú?« sagði fiskurinn og rak
höfuðið upp úr sjónum.
»Blessaður vertu!« andvarpaði sjómaðurinn eymdar-
lega. »Konuna mína langar til að eiga heima í stórum
steinkastala«.
»Farðu heim til þín, maður, þú munt finna hana þar«,
sagði fiskurinn.
Sjómaðurinn flýtti sér heim. Stóð nú stór steinkastali
þar sem bærinn hans var áður. Og konan hans trítlaði
niður riðin og mælti: »Komdu með mér, eg ætla að
sýna þér, hvað við eigum nú fagran bústað«.
Hún tók í hönd manni sínum og leiddi hann við hlið
sér inn í kastalann. Gengu þau gegnum marmaragöng,
þar voru þjónar margir. Fylgdu þeir hjónunum og opn-