Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 53
51
•algleyming, kom Berlioz fram á völlinn og skýrði frá
hvernig verkið væri til komið — og að tónskáldið’
»Pierre Ducre« hefði aldrei verið til!
Listdómararnir fengu »langt nef«. En einróma lof
þeirra um »Flóttann til Egyptalands« varð ekki aftur tekið.
[Hektor Berlioz, f. 1803 i La Cote-Saint-André á Frakklandi.
Var hann sendur til París 1822 og átti að verða læknir. En þegar
þangað kom, afréð hann að fylgja sinni eigin löngun og gefa sig
að hljómlist. Aðstandendur hans voru því andstæðir og Iétu hann
því sjá fyrir sér sjálfan um hríð. Tóku hann þó í sátt aftur, er séð
var hve frábæra hæfileika hann hafði, og veittu honum hjálp til
fullnaðarnáms. Berlioz fór víða og hélt hljómleika og hlaut hvar-
vetna hið mesta lof, bæði fyrir hljóðfæraslátt og tónsmíðar. Hann
lést 1869].
XIII.
Áherzla.
Hljómlistamenn eiga oft fult í fangi með að gera skýra
grein fyrir því, sem nefnt er takt og áherzla í söng.
Það er því ekki annars að vænta, en að dómarar
(lögmenn), sem oft gefast grannvitrir utan síns verksviðs,
þurfi ýtarlegar skýringar á því efni, til þess að átta sig
á hvað í því felst. Það er helzt ekki annara meðfæri en
leikinna söngfræðinga, sem geta búið hugtökin skýrum
og ótvíræðum orðum og um leið skýrt mál sitt með lif-
andi dæmum.
Það mun vera vandfundinn hagari maður í þessari
grein, en Henry Cooke, breskt tónskáld, sem uppi var
um miðja 17. öld.
Um hann er þessi saga.
Hann var kvaddur fyrir rétt, til að bera vitni sem
sérfróður maður í máli út af þrætu um útgáfurétt ein-