Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 60
58
Hann er fæddur í Bonn við Rínarfljót 16. dag des-
embermánaðar, árið 1770.
Um bernskuár Beethovens vita menn fátt annað en
það, að hann var alinn upp í mestu fátækt og var beitt-
ur harðrétti miklu af föður sínum, er hugðist að gjöra
úr honum annað undrabarnið á borð við W. A. Mozart,
því að snemma varð vart óvenjulegra sönglistarhæfi-
leika hjá Beethoven.
Faðir hans hét Jóhann von Beethoven og var tenór-
söngvari við einkakapellu kjörfurstans af Köln. Hann
var drykkjumaður mikill og svaðilmenni. Beethoven yngri
var varla meira en liðlega þriggja ára, þegar hann tók
að kenna honum stafrof hljómlistarinnar. Upphaflega byrj-
aði hann kensluna með lipurð, og ætlaði að láta náms-
stundirnar líta út sem leikur væri. En brátt fanst honum
Ludvig sækjast námið seint og hélt honum þá oft hálfa
og heila daga samfleytt við hljóðfærið. Urðu því náms-
stundirnar Ludwig oft sannar kvalastundir.
Og ekki bar það ósjaldan við á þessum árum, er
Joh. v. B. kom heim um miðjar nætur með svallbræðr-
um sínum, að hann reif Ludvig litla fram úr rúminu
fáklæddan og skipaði honum að setjast við hljóðfærið, til
þess að lofa félögum sínum að sjá hvílíkt undrabarn
hann væri búinn að gera úr drengnum.
En það er skiljanlegt, að með þessari kensluaðferð
lærði drengurinn lítið, — og síst var þess að vænta,
að hann yrði það, sem faðir hans ætlaðist til: undra-
barn, eins og Mozart.
En félagi Joh. einn, Pfeiffer að nafni, mjög fær pí-
anóleikari, sem séð hafði meðferðina á Ludwig litla og
gramist það, hve faðir hans var harður við hann og
ósanngjarn, — kendi svo mjög í brjósti um hann, að