Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 34
32
-sem hún hafði verið, stóð nú dómkirkja. Hún var um-
girt marmarasúlum. Konan hans sat í hásæti, og kring-
um hana brunnu þúsund ljós. Hún var í skrúðfötum,
útsaumuðum með gullvír. Og á höfði bar hún gullkórónu.
Kringum hana logað iá alls konar kertum. Voru sum eins
gild og trjábolir, en önnur eins grönn og fjöðurstafir.
Keisarar, konungar og annað stórmenni kraup við fótskör
hennar og kysti fald klæða hennar.
»Hækkar hagur, kona«, sagði bóndi, »þá ertu orðin
páfi«.
»Já, eg er orðin páfi«, sagði hún.
Hann stóð kyr stundarkorn og virti hana fyrir sér.
»Þú getur nú ekki komist hærra í tigninni en að
verða páfi, og vona eg að þú verðir nú ánægð«.
»Vafasamt er það«, ansaði hún. En þegar kveld var
komið, og þau ætluðu að fara að hvíla sig, gat hún
ekki sofnað fyrir áhyggjum um það, hvers hún ætti að
óska sér næst.
Maðurinn hennar sofnaði þegar og svaf vært. Hann
var þreyttur eftir erfiði dagsins.
Konan fór á fætur fyrir dögun. Gekk hún að glugga
og stóð þar, til þess að horfa á uppkomu sólarinnar.
»Þetta er fögur sjón«, mælti hún og virti sólarupp-
rásina fyrir sér. »0, ef eg hefði mátt til þess að láta
sólina rísa!«
»Maður, vaknaðu!« kallaði konan.
Hún ýtti við manni sínum. »Vaknaðu, maður! — og
findu konungssoninn. Mig langar til að verða eins og
skaparinn og geta látið sólina rísa«.
Manninum varð svo hverft við, að hann datt fram
úr rúminu.