Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 17

Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 17
15 Förumaðurinn nam staðar frammi fyrir hásætinu, heils- aði konunginum sem jafninga sínum og horfði blítt og vingjarnlega á hann, eins og sá, er veit og skilur til hlítar, tekur þátt í sáru sorginni og vill af alhug hugga og hughreysta. Við þetta viðmót rann konunginum öll reiði. Trúin og traustið var vaknað í huga hans. Hann stóð upp úr hásætinu og rétti Förumanninum hendina, eins og kon- unglegum gesti og jafnoka. Það var orðið grafhljótt í höllinni. Menn höfðu beðið þe6s með mikilli eftirvæntingu, hverjar viðtökur hinn ókunni maður mundi fá. Nú urðu áhorfendur rólegir, er þeir sáu konung og komumann kveðjast með handa- bandi. Menn litu glaðir og rólegir hver til annars. Og það var eins og um hallarhvelfingarnar færi vængjaþytur af einhverju óvenju-miklu og máttugu, innilegu og ástúð- legu — bergmál hins bezta í mannlífinu, — eins og hér væri kominn boðberi frá Guði sjálfum, er Föru- maðurinn tók til máls: 1 Heilagri Ritningu er sagt frá stjörnu- í austri, er vísaði vitringunum þremur veginn til Betlehem. Oruggir reiddu þeir sig á stjörnuna; og þegar hún nam staðar yfir fjár- húsinu, þar sem ]esús lá í jötunni, gengu þeir þar inn, fundu barnið, féllu fram fyrir því og færðu því gjafir: gull, reykelsi og myrru. Konungurinn hlýddi á, — allir hlýddu á hina hljóm- sterku rödd Förumannsins, er fylti salinn veggja í milli og ómaði í hvelfingunum. Það var eins og þeir hefðu aldrei fyr heyrt söguna um vitringana frá Austurlöndum, og að Förumaðurinn hefði sjálfur verið einn þeirra. Enn þann dag í dag stendur stjarnan og vísar veginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.