Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 62
60
nótur, sem hann hefir ekki áður séð. Það er skemst frá
því að segja, að hann leikur nú lítalaust, eða því sem
næst »Wohltemperiertes Klavier« eftir Bach. En þeir
sem tónsmíð þessa þekkja, vita hve afar-erfitt viðfangs-
efni hún er. Honum til uppörfunar hefi eg leiðbeint hon-
um í hljómfræði og ennfremur kom eg á framfæri til
prentunar tónsmíð, er hann hefir samið. Þessi ungi snill-
ingur þarfnast þess, að hann sé styrktur til hljómleika-
ferðalaga. Því að mínum dómi á hann fyrir sér að verða
annar Wolfgang Amadeus Mozart«.
Beethoven naut tilsagnar Neefe til 1787. Fór hann á
þeim árum ýmsa hljómleikaleiðangra. Og þó hann feng-
ist þá aðallega við kenslu, rækti hann með mikllli alúð
og vandvirkni starf sitt sem aðstoðar-organleikari við
St. Regimakirkjuna. En stöðu þá hafði Max Franz kjör-
fursti útvegað honum með miklum erfiðismunum.
Meðan Beethoven var í hljómleikaleiðangrinum til Vín-
ar, 1787, sem um getur hér að framan, þá er hann
hitti Mozart, frétti hann um veikindi móður sinnar. Hafði
hann annars ætlað að dvelja í Vín um tima, en tók sig
þegar upp og fór heim, — því að móðir hans var hon-
um mjög hjartfólgin og hafði hann verið aðalstoð heimil-
isins síðustu árin. Komst hann heim rétt áður en hún
skildi við. Var honum móðurmissirinn því nær óbærilegur.
Má nokkuð marka tilfinningar hans og þ>að, hve innilega
honum hefir þótt vænt um hana, af orðum sjálfs hans í
bréfi til kunningja hans, Dr. Schaden: »Hún var elsku-
leg móðir, svo ástúðleg, að enga móðir get eg hugsað mér
ástúðlegri. Enginn getur gert sér í hugarlund hver unaður
mér var í því fólginn, að geta kallað á »mömmu«, meðan
hún gat heyrt til mín. En hvert á eg nú að kalla, eða hvern
-get eg nú ávarpað orðunum elskulegu: »mamma mín?«