Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 10

Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 10
8 siðameistarans voru dyrnar af og til opnaðar, og inn kom einn og einn þeirra, er í forsalnum biðu og hugðu að færa konunginum huggun, hneigðu sig og beygðu á allar hliðar, en fipaðist í listunum er til kom og urðu frá að hverfa við svo búið. Konungurinn sat hljóður, og var sem hann vissi ekki hvað í salnum gerðist. Nú var það hirðfíflið, sem inn kom, skríðandi af auðmýkt og uppgerðar-fleðulátum og með væmnu skjalli. — Konungurinn reis upp og skipaði því burt hið skjótasta. Þá kom inn ungur og fríður mansöngvari eða farand- skáld, með hvítfjaðraða flauelshúfu á höfði og gígju við öxl. Hann tók til að syngja ástarsöngva svo hugðnæma, að hirðmeyjunum hitnaði um hjartarætur, og jafnvei yfir- bragð konungsins varð léttara. Hann tók hendina frá andlitinu og leit vingjarnlega á söngvarann, sem í öruggri trú á áhrifavald listarinnar sökti sér inn í töfraheima söngsins og gígjutónanna. -— Söngvarinn þagnaði um stund, en hvíta höndin hélt áfram að leika um strengina. En aftur hóf hann sönginn, og nú um ástar-ástríðuna, sem leitt getur til afbrýði, um ástina og hatrið, sem berst um yfirráð hugans, og um örvita baráttuna til að vinna hylli þeirrar, er hjartað þráir. Nú færðist glampi í augu karlmannanna; þeir létu brúnir síga og kreftu hnefa um sverðshjöltun. Enn breytti söngvarinn um efni. Nú lék hann um sólgyltan sæinn, þar sem skrautbúin skip flutu fyrir landi, »færandi varninginn heim«. Hann leit til konungs^ ins um leið og hann söng um örugga og hljóðláta hamingju með elskaðri eiginkonu, um einlægan trúnað manns og konu, — um hana, sem maðurinn leitar til með áhyggjur sínar og sorgir og finnur huggun og hvíld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.