Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 36
Gráa kanínan.
Það var Dóra litla, sem sagði mér þessa sögu. V/ið
vorum saman á skemtifundi. Þar áttum við öll að leggja
eitthvað til, og hlutverk Dóru varð það að bera fram
kvæði. Eg hefi aldrei heyrt nokkurt barn, sex ára gam-
alt, bera betur fram. Eg hefi nú gleymt kveðskapnum,
en efnið man eg. Það var skemtileg saga, bæði fyrir
smáa og stóra, og Dóra sagði, að mér væri velkomið
að segja hana öllum mínum aldavinuni.
Einu sinni var kanína, sem bjó í skógi nokkrum, og
skinnið á henni var hvítt, hvítt eins og silfrið, þegar
sólin skín á það. Engar af nágranna-kanínunum voru
hvítar eins og hún. Þær voru gráar, brúnlitar, svartar
eða bröndóttar, og þeim varð jafnan starsýnt á hvítu
kanínuna, þegar hún tók sér spretti í tunglsljósinu. Og
sífelt ól hún með sér þessa hugsun: »eg er hvít, af því
að eg er svo góð«.
Þá var það eitt kvöld, þegar hvíta kanínan sat að
kvöldverði, að lítil moldvarpa barði að dyrum og mælti:
»Æ, blessuð, fyrirgefðu! en svo er mál með vexti, að
dálítill álfur hefir dottið ofan í gryfju nálægt gamla eiki-
trénu, og gryfjan er full af vatni og ólukkans leðju. Og
álfurinn hefir meitt sig, svo að hann getur ekki bjargað