Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 39
Smásögur um tónsnillinga.
i.
Leoncavallo hleypur á sig.
Þaö mun vera sjaldgæft, að tónsnillingum verði það
á, að draga úr maklegu lofi um þeirra eigin tónsmíðar.
Svo fór þó einu sinni fyrir hinum fræga ítalska tón-
snillingi, Ruggiero Leoncavallo.
Það varð með þeim hætti, er hér segir:
Hann var staddur í borginni Forlí. Heyrði hann þá,
að þar ætti að leika óperu hans, »Pagliacci«, sem aflað
hafði honum hinnar mestu frægðar. Menn vissu ekki um
það alment, að tónskáldið væri þar í borginni. Og hann
afréð að fara í leikhúsið í dulargerfi.
í leikhúsinu sat við hlið hans ung og fögur stúlka,
sem virtist vera mjög hrifin af söngleiknum. Og þegar
hún sá að sessunautur hennar tók engan þátt í hinu
almenna lófataki og fagnaðarlátum, en sat eins og stein-
gervingur, snéri hún sér að honum og spurði:
»Hvers vegna klappið þér ekki líka, herra minn?
Geðjast yður ekki að leiknum?«
Tónskáldinu var skemt — en svaraði:
»Nei, síður en svo! Höfundurinn hlýtur að vera við-
vaningur — vægast sagt«.
»Þá hljótið þér að bera lítið skyn á sönglist,« sagði
ungfrúin.