Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 30
28
uðu fyrir þeim vængjahurðir. Tók nú við salur, og voru
veggir hans rósum prýddir, en húsgögn voru úr gulli og
skreytf silki. Þaðan gengu þau inn í annað herbergi
jafnfagurlega búið. Þar héngu kristallsspeglar á veggjum,.
og stólar og borð voru úr rósaviði og marmara. Gljúp-
ar gólfábreiður létu undan fæti, er stigið var á þær„
Hingað og þangað í herberginu var dýrindisskraut.
Stór garður var fyrir utan kastalann. Þar voru gripa-
hús. Einnig voru þar kýr og hestar. Þar voru og áhöld
in ágætustu. Gegnt þessum garði var skrautgarður. Uxu
þar fögur aldirii og fásén blóm. Enn fremur voru þar
akrar og beitilönd. Þar voru nautgripir, hreindýr og
kindur á beit. Hér var flest, sem hugur girntist.
»Er það nú ekki alt gott og blessað?« sagði húsfreyja..
»]ú«, ansaði bóndi hennar, »en þú verður ekki ánægð,.
nema meðan góði gállinn er á þér. Svo vilt þú fá eitt-
hvað í viðbót«.
»Við skulum hugsa okkur um«, ansaði húsfreyja. Og
þau gengu til hvílu.
Nokkrum morgnum seinna fór kona fiskimannsins
snemma á fætur. Það var um affureldingu. Hún horfði
út um gluggann og stakk höndunum í síður sér. Henni
þótti landið umhverfis fagurt. Bóndi hennar svaf væran.
»Vakna þú, bóndi minn, og komdu út að glugganum«,
sagði konan alt í einu. »Horfðu út! Ættir þú ekki að
verða konungur yfir öllu þessu fagra landi? Og þá yrði
ég drotning. Farðu og findu fiskinn og segðu honum,.
að mig langi til að þú verðir konungur«.
»Hvað er þetta, kona! Ég hefi ekkert að gera me5
að verða konungur! Mér er ekki hægt að biðja um
þetta«.
. »Nú, en þó að þú kærir þig ekki um að verða kon-