Jólabókin - 24.12.1920, Blaðsíða 54
52
hverra tónsmíða. Urðu þá þessi orðaskifti milli hans og
lögmannsins, sem stóð fyrir vitnaspurningunum:
— Nú, nú, herra minn, mælti lögmaðurinn; þér segið
að þessi tvö lög séu eins, — en þó ólík. Hvernig ber
að skilja það?
— Eg sagði, að nóturnar á báðum blöðunum væru
nákvæmlega hinar sömu, svaraði Cooke, — en áherzl-
urnar gjör-ólíkar, þar sem annað lagið er með fjórskift-
um takti, en hitt með þrískiftum. Við það skifta áherzlu-
nóturnar um sæti.
— Hvað eigið þér við með áherzlu í söng? spurði
lögmaðurinn með áfergju.
— Eg tek 20 krónur fyrir hverja kenslustund í söng-
fræði, svaraði Cooke með alvörusvip, en áheyrendurnir
brostu.
— Mig varðar ekkert um kensluskilmála yðar; eg
krefst þess að eins, að þér skýrið fyrir hinum háttvirta
dómara hvað það er, sem kallast áherzla í söng.
Cooke svaraði enn út af um stund og lögmaðurinn
var orðinn æfur. Loks varð dómarinn að skerast í leik-
inn og kveða upp úrskurð um það, að Cooke skyldi
svara spurningunni. Og lögmaðurinn bar hana fram enn
á ný:
— Viljið þér útskýra fyrir dómaranum — sem ekki
er ætlast til að viti neitt í söngfræði —, hvað er átt við
með áherzlu í söng?
Og vitnið svaraði:
— Það er líkt um áherzlur í söng eins og í mæltu
máli. Þér setjið áherzlu á einstök orð, til þess að gera
yður betur skiljanlegan. í söng eru áherzlur settar á
sérstakar nótur. Eg skal nefna dæmi til skýringar: Ef
eg segði: »Þér eruð asni, herra lögmaður, kæmi áherzl-