Jólabókin - 24.12.1920, Side 17

Jólabókin - 24.12.1920, Side 17
15 Förumaðurinn nam staðar frammi fyrir hásætinu, heils- aði konunginum sem jafninga sínum og horfði blítt og vingjarnlega á hann, eins og sá, er veit og skilur til hlítar, tekur þátt í sáru sorginni og vill af alhug hugga og hughreysta. Við þetta viðmót rann konunginum öll reiði. Trúin og traustið var vaknað í huga hans. Hann stóð upp úr hásætinu og rétti Förumanninum hendina, eins og kon- unglegum gesti og jafnoka. Það var orðið grafhljótt í höllinni. Menn höfðu beðið þe6s með mikilli eftirvæntingu, hverjar viðtökur hinn ókunni maður mundi fá. Nú urðu áhorfendur rólegir, er þeir sáu konung og komumann kveðjast með handa- bandi. Menn litu glaðir og rólegir hver til annars. Og það var eins og um hallarhvelfingarnar færi vængjaþytur af einhverju óvenju-miklu og máttugu, innilegu og ástúð- legu — bergmál hins bezta í mannlífinu, — eins og hér væri kominn boðberi frá Guði sjálfum, er Föru- maðurinn tók til máls: 1 Heilagri Ritningu er sagt frá stjörnu- í austri, er vísaði vitringunum þremur veginn til Betlehem. Oruggir reiddu þeir sig á stjörnuna; og þegar hún nam staðar yfir fjár- húsinu, þar sem ]esús lá í jötunni, gengu þeir þar inn, fundu barnið, féllu fram fyrir því og færðu því gjafir: gull, reykelsi og myrru. Konungurinn hlýddi á, — allir hlýddu á hina hljóm- sterku rödd Förumannsins, er fylti salinn veggja í milli og ómaði í hvelfingunum. Það var eins og þeir hefðu aldrei fyr heyrt söguna um vitringana frá Austurlöndum, og að Förumaðurinn hefði sjálfur verið einn þeirra. Enn þann dag í dag stendur stjarnan og vísar veginn

x

Jólabókin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.