Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 97
IÐUNN]
Ritsjá.
287
Ný matreiðslubók eftir Jóninnu Sigurðar-
dótlur með neilsufræðislegum inngangi eftir
Slgr. Malthíasson, lækni. Ak., 1915.
Pað sagði það, gamla fólkið, að ekki yröi bókvitið látið í
askana. En það þekti ekki heldur þessar nýtízku matreiðslu-
bækur, eins og þcssa, sem »Iðunni« hefir nú verið send til
umsagnar; 272 bls. af bókviti, sem einmitt er ætlað í askana.
Stgr. Matthiasson, héraðslæknir á Akureyri, helir samið
heilsufræðislegan inngang, sem nær yflr 18 fyrstu blaðsiður
bókarinnar. Er mesta furða, hvað hann heíir, á ekki fleiri
blaðsíðum, getað komið fyrir af heilsufræði þeirri, sem helzt
á erindi til húsmæðra og eldhússtúlkna. Hann drepur þar á
margt, svo sem: efni likamans og efni daglegrar fæðu, orku-
gildi matvæla, hitaeiningar, sparneytni og hollustu, hreinlæti
í matreiðslu, hvernig haga skuli máltiðum og margt fleira.
Siðan er í bókinni, eins og lög gera ráð fyrir, fjöldi
fyrirsagna um, hvernig eigi að búa til ótal rétti matar, og
eins og stendur í innganginum, geta allir fundið þar eitt-
hvað við sitt hæfi eftir efnum og ástæðum; og vist er eng-
inn sá almennur matur til, að ekki megi flnna í þessari
bók, livernig megi matreiða. í fyrri hlutanum er ódýrari
hversdagsréttum raðað fyrir sig, en dýrari sunnudags- og
tækifærisréttum i seinni hlutanum.
Allur er maturinn hér veginn í grömmum, og er það
ekki ncma sjálfsagt og gott nú þegar allir eru farnir að
venjast því máli, enda hægast að reikna með þvi. En óhætt
hefði nú samt verið og handhægra að tiltaka, hversu mörg
egg þyrftu í hvern rétt, heldur en hversu mörg grömm af
eggjum; og eðlilegra að tiltaka mjólk eftir lagarmáli, eins
og tíðast er í heimahúsum, heldur en eftir þyngd; en að
vísu venst maður þessu fljótt.
Eg veit að þessi bók getur komið mörgum, sem við mat-
reiðslu fást, i góðar þarfir, og svo margt er í henni, að ég
býst við hún fullnægi flestum heirailum, enda stendur hún
i engu að baki jafnstórum útlendum matreiðslubókum, sem
ég hefl séð; en hún heflr það fram yíir að vera fremur
sniðin eftir okkar þörfum og segir til um meðferð á slátri
og öðrum islenzkum mat. S.