Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 8
178
Tvær konur.
IÐUNN
hefir ekki hið minsta listagildi. Bæði efni og búningur
er eins hversdagslegt og það getur verið. En hún lifir
vegna þess, að hún segir frá sannleika, sem talar til
hvers einasta manns. Hér er vafalaust enginn inni, sem
ekki hefir einhverntíma týnt í glatkistuna, eða horft á eftir
í faðm dauðans, einhverju, sem honum þótti vænt um.
Allur ástvinamissir, skeljabrot og skyldmennalát vekur
söknuð. Frá þessum almenna sannleika segir vísan. Þess-
vegna lifir hún. Hún hefir lifað og mun lifa, af því að
hún rifjar upp fyrir öllum eitthvert atvik, sem einhverntíma
hefir hleypt æsingu í tiifinningar þeirra og valdið þeim
sorgar. Fyrir mér rifjar hún upp einn missi minn. Einu
sinni átti ég bók, sem mér þótti vænt um, engu síður
en skáldinu um hann Skjóna sinn, Bókin var ein af
æskuástum mínum, eins og hún mun vera kær flestum
börnum, sem fá hana í hendur. Það var »Þúsund og
ein nótt«, arabisku æfintýrin, sem Steingr. Thorsteinsson
færði í búning íslenzks gullaldarmáls. Þegar ég stálpað-
ist og fékk aura milli handa, keypti ég mér »Þúsund
og ein nótt« og las hana þá mér til sömu ánægju eins
og þegar ég var barn. Þegar ég misti hana í eldinn
eins og allar mínar bækur, fyrir fáum árum, fanst mér
ég hafa mist kæran vin.
Mörgum fullorðnum mönnum, sem lesa »Þúsund og
ein nótt«, mun fara svo að þeim finst lítið til hennar
koma. Ég hefi dálitla reynslu fyrir mér í því. Ég minn-
ist sérstaklega eins atviks í því sambandi, vegna þess,
að það hjálpaði mér til þess skilnings á þessum aust-
urlandaæfintýrum, sem ég hefði að öllum líkindum ekki
eignast ella, fyr en þá einhverntíma síðar á æfinni. Og
það kendi mér að líta á og lesa æfintýri og þjóðsagnir
nokkuð öðru vísi en ég hafði áður gert.
Einu sinni heimsótti mig kunningi minn. Hann leit í