Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Qupperneq 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Qupperneq 10
180 Tvær konur. IÐUNN Parisade var persnesk konungsdótlir. Móðir hennar var alþýðuættar. Hún hafði hitt á óskastundina er hún óskaði að verða drotning í Persalandi. Systur átti hún tvær, sem öfunduðust ákaflega yfir láni hennar. Drotn- ingin eignaðist 3 börn með manni sínum, 2 sonu og eina dóttur, en systurnar, sem voru ljósmæður barnanna, köstuðu þeim út um glugga niður í hallarsíkið. Sögðu þær konungi að drotningin hefði fætt honum hvolp, ketling og trédrumb og sýndu verksummerki. Konungur varð að lokum svo reiður, að hann lét setja drotning- inguna í opinn klefa og skipaði að allir, sem fram hjá gengju, skyldu hrækja á hana. Þarna sat vesalings drotn- ingin svo árum skifti. En það er af börnunum að segja, að þeim var öllum bjargað af garðaverði kóngsins og ól hann þau upp sem sin börn. Hann kallaði sveinana Bahmann og Pervis, en stúlkuna Parisade. Lét hann kenna þeim allar þær listir, er konungabörn mega prýða, því að hann var auðugur maður. Þegar fóstri barnanna dó, voru þau öll uppkomin, og arfleiddi hann þau að öilu, sem hann átti. Þar á meðal var íbúðarhús, sem var svo fagurt að hvergi gat annað slíkt. Ekkert vissu börn- in um ætt sína. Einu sinni var Parisade ein heima. Þá heimsótti hana gömul kona. Parisade sýndi henni húsið og óskaði eftir áliti hennar um það. Kerlingin sagði að þar vantaði ekkert á fullkomleika nema eina þrjá hluti: Fuglinn talandi, tréð syngjandi og ljósgullna vatnið. Fuglinn vissi alla hluti í jörð og á, tréð hafði munn í hverju laufi, sem allir sungu í sífellu með yndisfögrum hreimi, en vatnið bunaði í sífellu upp og niður og staf- aði af því unaðslega töfrandi ljómi. Allir þessir hlutir sagði kerling að væru á sama stað, á landamærum Per- síu og Indíalands. Nú urðu systkynin óð og uppvæg að n.■i í svo merkilega hluti. Fyrst lagði eldri bróðirinn af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.