Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 11
ÍÐUNN
Tvær konur.
181
stað. Hann frétti brátt að allir þessir hlutir væru upp á
afarháu fjalli og þeir sem ætluðu þangað upp heyrðu
háreysti, óp, fáryrði og heitingar á eftir sér, en yrði
þeim á að líta við, urðu þeir að svörtum steinum. Höfðu
ótal menn reynt þarna staðfestu sína, en engum tekist
að komast upp á fjallið. Var nú öll hlíðin þakin kol-
svörtu manngrýti. Bræðurnir reyndu hvor á eftir öðrum
að komast upp, en báðir litu við og urðu að steinum.
Þá sat Parisade ein eftir harmþrungin. Samt ásetti hún
sér að ná gripunum eða fara sömu leið og bræðurnir.
Hún lagði ókvíðin í ferðina. Lét ekki smánaryrðin né
háðglósurnar, sem hún heyrði á eftir sér aftra förinni;
leit aldrei við, en komst upp á fjallið og náði gripun-
um. Hún náði í meðul til þess að breyta öllum stein-
unum í fjallshlíðinni í menn, og frelsaði þá þannig frá
hörmungum þeirra. Fuglinn sagði konunginum frá ætt
sysfkynanna og frelsaði þannig móður þeirra frá sví-
virðingu en veitti systrum hennar maklega refsingu.
Þetta er í fám orðum beinagrindin úr sögunni. I »Þús-
und og ein nótt« er sagt frá þessu á íburðarmiklu æf-
intýramáli með þeim yndislega hreim, sem íslenskan fær
í höndum snillinganna.
Eg sat lengi í þönkum er ég hafði lesið söguna. Var
nú þetta vitleysa? Mér fanst það ekki, og því lengur sem
ég hugsaði, því betur fann ég hvílíkur lærdómur er í sög-
unni fólginn. Inn í heilabrot mín út af þessu ófst minn-
ingin um eitt atvik, sem um tíma hafði nokkur áhrif á mig,
meðan ég var við nám á háskólanum. Til þess að gera
yður það skiljanlegt verð ég, þótt leiðinlegt sé að tala
um sjálfan sig, að segja yður dálítið brot úr minni eig-
in æfisögu.
Arið sem ég varð stúdent, settist ég í læknadeild há-
skólans. I raun og veru vissi ég ekki hvað ég átti af