Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 11
ÍÐUNN Tvær konur. 181 stað. Hann frétti brátt að allir þessir hlutir væru upp á afarháu fjalli og þeir sem ætluðu þangað upp heyrðu háreysti, óp, fáryrði og heitingar á eftir sér, en yrði þeim á að líta við, urðu þeir að svörtum steinum. Höfðu ótal menn reynt þarna staðfestu sína, en engum tekist að komast upp á fjallið. Var nú öll hlíðin þakin kol- svörtu manngrýti. Bræðurnir reyndu hvor á eftir öðrum að komast upp, en báðir litu við og urðu að steinum. Þá sat Parisade ein eftir harmþrungin. Samt ásetti hún sér að ná gripunum eða fara sömu leið og bræðurnir. Hún lagði ókvíðin í ferðina. Lét ekki smánaryrðin né háðglósurnar, sem hún heyrði á eftir sér aftra förinni; leit aldrei við, en komst upp á fjallið og náði gripun- um. Hún náði í meðul til þess að breyta öllum stein- unum í fjallshlíðinni í menn, og frelsaði þá þannig frá hörmungum þeirra. Fuglinn sagði konunginum frá ætt sysfkynanna og frelsaði þannig móður þeirra frá sví- virðingu en veitti systrum hennar maklega refsingu. Þetta er í fám orðum beinagrindin úr sögunni. I »Þús- und og ein nótt« er sagt frá þessu á íburðarmiklu æf- intýramáli með þeim yndislega hreim, sem íslenskan fær í höndum snillinganna. Eg sat lengi í þönkum er ég hafði lesið söguna. Var nú þetta vitleysa? Mér fanst það ekki, og því lengur sem ég hugsaði, því betur fann ég hvílíkur lærdómur er í sög- unni fólginn. Inn í heilabrot mín út af þessu ófst minn- ingin um eitt atvik, sem um tíma hafði nokkur áhrif á mig, meðan ég var við nám á háskólanum. Til þess að gera yður það skiljanlegt verð ég, þótt leiðinlegt sé að tala um sjálfan sig, að segja yður dálítið brot úr minni eig- in æfisögu. Arið sem ég varð stúdent, settist ég í læknadeild há- skólans. I raun og veru vissi ég ekki hvað ég átti af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.