Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 13
IÐUNN
Tvær konur.
183
honum frá því áformi mínu að gerast prestur að loknu
námi. Hann tók því hið versta; ég fann að hann var
fjandsamlegur kirkjunni og taldi hana fara með þær
kenningar, sem ósæmilegar væru og ekki frambærileg-
ar greindum og hugsandi mönnum. Eg maldaði í móinn
og sat nokkuð fastur við minn keip. Að lokum sagði
hann með þeim fyrirlifningarsvip, sem ég aldrei gleymi:
»Jæja karlinn! Klæddu þig bara í pokann og prédikaðu
svo fólkinu að kona Lots hafi orðið að saltstólpa«. Ég
fann að það taldi hann hámark vitleysunnar. Þessi orð
urðu þess valdandi, að ég fór að lesa ritninguna með
skynsemi en ekki gagnrýnilaust. Ég reyndi að finna
vit í þeim sögum hennar, sem skynsemi mín sagði mér
að ekki gætu verið sannar. Ég vildi ekki fyrirfram dæma
þær vitleysu eins og kunningi minn síðar dæmdi sög-
urnar í »Þúsund og ein nótt«. Sá lestur sannfærði mig
alveg um að guðfræðin væri mest lokkandi allra fræði-
greina. Það kemur ekki þessu máli við, að síðan þykir
mér vænst um ritninguna af öllum bókum. Því þótt ég líti
á flest rit hennar öðruvísi en almennast var litið fyrir
nokkrum áratugum, þá hefi ég þó fundið þar undirstöðu
undir lífsskoðun mína. Kona Lots og sagan af henni,
sem þér öll kannist við, kemur aftur á móti þessu er-
indi mínu við af því að hún var hin konan, sem ég ætl-
aði að tala um við yður.
Þegar ég sat nú þarna í þönkum yfir sögunni af
Parisade, hvarflaði hugur minn til konu Lots, sjálfsagt
vegna þess, hve atvikin voru lík að því, að ég öðlaðist
frekari skilning en áður á sögum þeirra. Og ég spurði
sjálfan mig: Eru ekki þessar sögur alveg hliðstæð æf-
intýri ? Eiga þær ekki að flytja mönnunum sama sígilda
sannleikann ? Hafa þær ekki í þúsundir ára verið heil-
brigt veganesti á lífsbraut þeirra manna, sem hafa nent