Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 15
IÐUNN Tvær konur. 185 iilveruna eins og fjallshlíð og hugsjónina takmarkið mikla á tindinum. Fjallshlíðin verður því hærri og bratt- ari sem hugsjónin er göfugri, A leiðinni upp hlíðina eru óteljandi erfiðleikar, sem þarf að sigra. Smán og fyrir- litning, háð og hrópyrði, fár- og fúkyrði, það eru þeir þrcskuldar, sem hver einasti maður fær að komast í kynni við, sem reynist hugsjón sinni trúr. En meðan augu hans eru fest á hugsjóninni er hann ódrepandi. Einbeittur vilji og trúin á sigur hins góða eru aðals- merki mannsandans. Hver sem þau ber, gengur á end- anum sigrandi af hólmi jafnvel í örðugustu baráttu lífs- ins. En líti hann um öxl, þá er voðinn vís. Lífið er kröfuhart. Annaðhvort — eða. Það er hið mikla boð- orð lifsins, sem vér nauðugir viljugir verðum að lúta í hugsjónabaráttunni. »Að halda sitt stryk, vera' í hætt- unni stór og horfa’ ekki’ um öxl það er mátinn«, segir skáldið. Það er bjart yfir sögunni af Parisade. Sú saga hefir mynd- ast á meðalþjóðar, sem var í uppgangi. Slíkar sagnir verða ekki til þegar okið legst þungt á axlirnar. Oðru máli gegn- ir með söguna af konu Lots. Þar heldur um penn- ann maður, sem lífið hefir leikið grátt. Borgin er að farast. Hún hefir kallað yfir sig eld af himni vegna spillingar sinnar. Lot flýr óttasleginn undan eldgangin- um með fjölskyidu sína. Kona hans fylgist með áleiðis. Hún átti að velja á milli hreinleikans og spillingarinnar og hún kýs hreinleikann í hrifningu augnabliksins. En svo koma minningarnar um glauminn og gleðina, og eyðimörkin í kringum hana verður enn svartari og enn ömurlegri en áður. Gaman væri . . ., gaman væri . . . Hún leit við, að eins einu sinni, og varð að saltstólpa, eins og bræður Parisade urðu að steinum. Lítið í kring- um yður til þeirra, sem þér þekkið að hafa orðið að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.