Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 16
186 Tvær konur. IÐUNN viljalausum reköldum á Stórasjó lífsins, af því að þeir voru ekki hugsjónum sínum trúir. Komið þér hvergi auga á konu Lots? Lítum til vor sjálfra. Hvenær sem vér gerum eitthvað, sem ekki er í samræmi við feg- urstu hugsjónina, verður eyðimörkin grárri og ömur- legri og fjallshlíðin, sem klífa þarf, sýnist brattari, og ef vér lítum alveg við, verður afleiðingin enn í dag sú sama og fyrir þúsundum ára: vér verðum að saltstólp- um á eyðimörku samvizkubitsins. Einhver spekingur hefir sagt, að vegurinn til helvítis sé lagður með góð- um áformum. Það er satt. Það er áreiðanlega glötunar- vegur, að setja sér í sífellu hvert áformið öðru fegurra, og svíkja þau svo jafnharðan. En hitt er líka jafnsatt, að vegurinn til himnaríkis liggur í gegnum hið þrönga hlið baráttunnar fyrir göfugum hugsjónum. Parisade stendur við annan veginn, bendir og kallar: Komdu! Komdu! Kona Lots stendur við hinn veginn í mynd saltstólpa og segir: Varastu mig! Ég hugsa til sögu vorrar eigin þjóðar. Þar sitja þær við stýrið til skiftis, Parisade og kona Lots. Hversvegna urðum vér ánauðugir þrælar útlendrar þjóðar á Sturl- ungaöldinni? Af því að feður vorir gleymdu um stund hugsjón frelsisins — náðarsólin við hásæti konungs- ins norska var lokkandi. Þeir litu til baka og afleið- ingin var í samræmi við reynslu aldanna. Þjóðin varð að saltstólpa. Á endanum stirðnaði hún upp í fjötrum valdsins og varð eins og dauður hlutur — verkfæri — í höndum útlendra kúgara og innlendra böðla. Þorst. Erlingsson lýsir ástandinu í svartasta skammdegi þjóðar- innar þannig:

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.