Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Qupperneq 18
188
Tvær konur.
IÐUNN
þakka það mest góðskáldunum okkar, sem hafa sungið
hugsjónir sínar inn í hug og hjörtu þjóðarinnar. En lát-
um svo vera, að hugsjónalíf þjóðarinnar sé að aukast.
Þá er annað að, sem er jafnvel verra en þótt Mör-
landinn héldi áfram að vera stirfinn. Því verður tæplega
móímælt með fullum rökum, að þolleysið og lauslyndið
sé að aukast með þjóðinni. Við stöndum nú á merki-
legum tímamótum, íslendingar. Þjóðlíf vort hefir breyzt
meir á síðustu 50 árum heldur en í 1000 ár fyrir þann
tíma. Það er langt frá því, að ég finni ekki að um mjög
margt hefir það breyzt til batnaðar. Frelsið hefir gert
þjóðina víðsýnni, og andlegi þroskinn hefir aukist til
stórra muna fyrir aukna mentun. Velmegun hefir vaxið
og margskonar framfarir hafa komist hér á, sem engan
dreymdi um fyrir 100 árum. En allar þessar framfarir
og aukna mentun hefir líka sínar skuggahliðar, þótt
ótrúlegt sé. Það er með það eins og oss sjálfa: ekkert
er fullkomið í þessum heimi. Því meir sem sjónhringur
mannanna víkkar, því meir langar manninn til þess að
sjá og reyna hið fjarlæga. Við því er í sjálfu sér ekki
annað en gott eitt að segja. Útþrá mannsandans er
blessun, á meðan hún stefnir að einhverri ákveðinni,
göfugri hugsjón. Ef útþráin er vakin af vaxandi skiln-
ingi á því, að vér þurfum að leita þroskans — meiri
og meiri þroska, — þótt leið vor liggi út að ystu endi-
mörkum alheimsins, þá er hún fegursta gæfumerki
mannanna. En stefni útþrá mannanna ekki að þroska-
hugsjóninni, heldur að eins eitthvað út í bláinn, vegna
þess að menn hyggi gæfuna einhversstaðar langt í burtu,
frekar en í þeim sjálfum, þá er hún orðin böl. ]á, ein
af skaðlegustu meinsemdum mannanna.
Því miður ber þjóðlíf vort þess nú orðið nokkuð
glögg merki, að þroskahugsjónin er ekki ráðandi leiðar-