Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 20

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Page 20
190 Tvær konur. IÐUNN Hún er eins og vínandi. Þegar vel gengur verður áhætiumaðurinn eins og sá, sem er góðglaður af víni. Honum finnast sér allir vegir færir. Freistingin að hætta meiru og meiru er þung eins og ástríða drykkjumanns- ins. Þegar svo hrapið kemur er þrekið farið. Ef at- vinnan bregðst, eins og oft vill verða við sjóinn, þá leitar æskulýðurinn aftur heim í sveitina sína, en er þá oft orðinn eins og flak. Þér takið eftir því, að ég er hér ekki a5 lýsa sjómönnum eða útgerðarmönnum. Þeir eiga sínar hugsjónir engu síður en aðrir. Ég er að lýsa æskunni sem alin er upp við annan atvinnuveg, engu ógöfugri, en sem rífur sig upp úr sínum eðlilega jarðvegi, aðeins af því að hún þykist sjá hylla undir gæfuna — gullið — yzt við sjóndeildarhringinn. Ég vil ekki neitt bera saman fortíðina og nútímann. Mér er það ljóst, að nútíminn stendur fortíðinni fyllilega á sporði. Ég vil láta nútímann lifa á eigin verðleikum en ekki frægð feðranna. Samt er það eitt einkenni for- tíðarinnar, sem mig langar til að benda yður á, til fyrir- myndar núlifandi kynslóð. Hverfi það einkenni, þá er vís veila í skapgerð þjóðarinnar. Það er átthagaástin. Það eru í fornsögunum okkar mörg átakanleg dæmi átthagaástar. »Fögur er Hlíðin*, sagði Gunnar o. s. frv. Þessi dæmi eru því merkari og aðdáanlegri sem þálif- andi kynslóð kom hér að ókunnu landi. En átthagaástin hefir víst verið kynfylgja þjóðstofnsins löngu áður en nokkur Islendingur var til. Þessi tilfinning hefir haldið sér því betur í þjóðerninu sem einangrunin var meiri. Ég hygg að hún sé fyrsta og eðlilegasta frumrót ætt- jarðarástarinnar. Mér hefir stundum fundist að eirðar- leysi og gæfuleit yngri kynslóðarinnar væri að þurka út þetta fagra einkenni íslendingseðlisins. Þjóðin er að verða að flöktandi smáfygli, sem leitar þangað sem ætið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.