Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Síða 27
IDUNN
Tvær konur.
197
eigingirninnar og gullþorstans; þar sem lögð væri fram-
ar öllu öðru áherzla á að æskumönnunum skildist, að
þroskinn liggur í þróun hugarfarsins og óeigingjörnu
starfi, en ekki í auðæfaleit. Þar sem aðaláherzlan væri
lögð á að kenna þann vísdóm, að lánið býr i mönnun-
um sjálfum en ekki yst við sjóndeildarhringinn í félags-
skap við glóandi golþorska og silfurhreistraða síld. Dýr-
mætasta eign hvers þjóðfélags er hugsjónarík æska, sem
hefir ljósa meðvitund um sitt eigið verðmæti og veit
að það er fólgið í göfugleik hugarfarsins. Slíka æsku
vil ég láta alþýðuskóla, í hverju einasta héraði þessa
lands, hjálpa þjóðinni til að eignast. Eg ætla skólunum
einnig það göfuga hlutverk, að breiða út frá sér ást og
ræktarsemi til átthaganna, að innræta þjóðinni þá þjóð-
legu hugsun, að sá maður er betri sonur þjóðar sinnar,
sem gerir lítinn blett að ræktaðri blómajörð, þótt hann
eignist aldrei auð að neinu ráði, heldur en hinn, sem
vinnur að því að gera landið okkar að alþjóðlegri veiði-
stöð — eins og nú er útlit fyrir að það sé á góðum
vegi með að verða — þar sem allskonar oddborgara-
háttur dafnar í skjóli útlends eftirhermuskapar.
Þetta félag, sem hér heldur aðalfund sinn í dag, kenn-
ir sig við ungmenni þessa héraðs. Ungmennafélagsskap-
urinn hefir altaf verið í eðli sínu einn þjóðlegasti félags-
skapur þessa lands og sett ræktunarhugsjón lýðs og
lands efst allra sinna mála, en því miður hefir ekki
þessari hugsjón þokað svo áfram sem skyldi, efalaust
fyrir þá sök að miklu leyti, að hugsjónin hefir frá upp-
hafi verið of óglögg í hugum einstaklinganna. Nú vil
ég beina máli mínu til yðar, kærir félagsbræður! og
spyrja yður hvort yður sýnist ekki eins og mér, að rækt-
unarhugsjón þessa félagsskapar yrði bezt þokað áleiðis
með því, að koma hér upp í héraðinu slíkri menningar-