Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1927, Qupperneq 33
IÐUNN
Vængbrotna lóan
203
skyttu að skjóta hana. Annars kvelst úr henni lífið af
harmi eða kulda eða þá hungri.
Um það bil þriggja vikna tíma dróst að jláta skjóta
lóuna. Eg held, að mestu hafi valdið um dráttinn, að
veðráttan var mjúk og mild. Svo var þar og um að
kenna tómlæti mínu.
Þenna tíma strjálaðist allt af, að til hennar heyrði.
En það bar nokkrum sinnum við, að við sáum hana
sitja stundarkorn á einhverri þúfunni.
Eg býst ekki við, að illt hafi verið til fanga hjá henni
þenna tíma, og réð tíðarfarið þar mestu um.
En engu að síður var þó ömurlegt að sjá hana.
Hún virtist ofur döpur og hrygg.
Aldrei hélt hún uppréttu höfði, heldur lét það jafnan
drúpa og sat í hnipri.
Ólíklega mundi ekki til getið, að kvíðinn og áhyggj-
urnar hafi svo sem drepið hana í dróma.
Svo kom fyrsti haustsnjórinn, ekki býsna mikill, en
vonum fyrr, eftir útliti að dæma.
Snjóinn tók upp dægri síðar, og jörð varð jafn-auð
sem áður.
Andrés fór um Illareit að leita lóunnar.
Hann fann hana undir þúfubarði — dauða.
Þar tók hann henni gröf og götvaði hana síðan.
Það varð bert, að lóuna hafði ekki skort fæði, og að
ekki hefði verið verk í það leggjandi, að græða bein-
brotið. Vængurinn var molbrotinn eftir haglaskot. — —
Þegar við Andrés vorum að ganga heim túnið frá
jarðarförinni, varpaði eg þessu fram við hann:
— Heldurðu, að vængbrotið hafi orðið lóunni að
bana?
— Ekki er það ætlun mín, mælti hann. Og eg býst